Bróðir Svartúlfs hugsar sér til hreyfings

Bróðir Svartálfs.
Bróðir Svartálfs.

Fremur lítið hefur heyrst frá sigurvegurum Músíktilrauna þetta árið, skagfirsku sveitinni Bróður Svartúlfs. Í samtali við Helga Sæmund Guðmundsson, hljómborðsleikara, kom þó fram að margt og mikið er í farvatninu og næstu mánuðir verða býsna pakkaðir.

Sveitin hefur nýlokið dvöl í upptökuverinu Tankinum við Önundarfjörð á Flateyri, en dagana 11.-18. júní var keyrð þar hljóðsmiðja af Kraumi, tónlistarsjóði. Verkefnið var partur af sigurlaunum Músíktilrauna og þátt tóku þeir sem skipuðu þrjú efstu sæti keppninnar, Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage. Leiðbeinendur í smiðjunni voru Mugison, Páll Ragnar Pálsson (kenndur við Maus) og Önundur Hafsteinn Pálsson, eigandi Tanksins.

Að sögn Helga kláruðu Svartúlfsbræður eitt lag þá vikuna, „Rólan sveiflast enn“ og hefur því verið póstað á myspace-setur sveitarinnar (www.myspace.com/brodirsvartulfs). Í júlí heldur sveitin svo í Sundlaugina, hljóðver, og tekur þar upp stuttskífu sem ráðgert er að gefa út í ágúst. Nokkuð verður þá um tónleikahald í sumar, sveitin kemur m.a. fram á tónlistarhátíðinni Úlfaldi úr Mýflugu á Mývatni og í Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Fleiri hljómleikar, bæði úti á landi og í höfuðborginni eru sömuleiðis framundan en best er að fylgjast með framvindu mála á áðurnefndu myspace-setri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg