Demotape 01 gefur fyrri plötum ekkert eftir

Floni gaf út nýja plötu í gær.
Floni gaf út nýja plötu í gær. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Floni gaf í gær út plötuna Demotape 01 sem samanstendur af lögum sem Floni átti í raun til á lager en hafði aldrei gefið út. Hann segir í fréttatilkynningu um plötuna að hann klári á þriðja hundrað tónverka á hverju ári og meirihluti þeirra komist aldrei í birtingu.

„Ég geri líklega á þriðja hundrað demólaga á hverju ári en í mesta lagi tíu þeirra rata á plötu þegar allt kemur til alls. Þau eru þá unnin lengra en hin verða eftir í skúffunni, og stundum er synd að lögin í skúffunni líti aldrei dagsins ljós. Stundum geyma þau eitthvað alveg sérstakt  og það gildir um lögin sem eru að koma út núna,“ segir Floni um plötuna.

Plötuna vann Floni sjálfur og nokkrir af fremstu lagahöfundum á Íslandi í dag; Young Nazareth, Mister sir, Tommy, Izleifur og Jökull Breki.

Sex lög eru á umræddri plötu; Fokkessushitup, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn, Slowup og Komdu þér í fíling. Lögin eru mismunandi en öll auðþekkjanleg og í takt við fastmótaðan og einstakan stíl Flona. 

Lögin sex áttu upphaflega ekki að birtast eins og fyrr segir, en þrátt fyrir það gefa þau fyrri plötum lítið eftir. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.