Jólastjarnan 2019

Söngkeppni fyrir unga snillinga er nú haldin níunda árið í röð!

Sigurvegarinn kemur fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins með aragrúa af stjörnum í Eldborgarsal Hörpu 21. og 22. desember.

átttakendur syngja lag að eigin vali og senda inn tengil á YouTube-myndband af söngnum, lagið má vera hvaða lag sem er og eftir hvern sem er.

Sérstök dómnefnd velur þá tólf söngvara sem standa sig best og boðar í prufur. Sérstakir þættir verða gerðir um allt ferlið og sýndir í lok nóvember. Í fyrstu tveimur þáttunum koma keppendurnir tólf í prufur og í þeim þriðja er sigurvegarinn kynntur.

Keppnin er fyrir 14 ára og yngri. Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna. Tekið verður við myndböndum til miðnættis 14. október.

Eingöngu er tekið við YouTube-myndböndum. Látið leyniorð fylgja ef þess þarf.mbl.is, Sjónvarp Símans, Góa, Fjarðarkaup og Sena Live standa fyrir söngkeppninni. Dómnefnd skipa Björgvin Halldórsson, Auður og Birgitta Haukdal.

Innsent efni er eign þess sem sendir. Innsendar upplýsingar verða ekki framseldar til þriðja aðila.