Jólastjarnan 2022

Sjónvarp Símans, mbl.is, Góa, KFC og Sena Live standa fyrir Jólastjörnunni 2022, söngkeppni fyrir unga snillinga sem nú er haldin ellefta árið í röð.

Sigurvegarinn kemur fram í Laugardalshöllinni með aragrúa af stjörnum 17. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins.

Þátttakendur syngja lag að eigin vali og senda inn hlekk á myndbandsupptöku af söngnum.

Dómnefnd velur þá tólf söngvara sem skara fram úr og verða þeir boðaðir í prufur sem munu skera úr um hver verður Jólastjarnan 2022. Sjónvarp Símans gerir sérstaka þáttaröð um allt ferlið og verða þrír þættir sýndir seinni hluta nóvember og byrjun desember. Í fyrstu tveimur koma keppendurnir tólf í prufur og í þeim þriðja er sigurvegarinn afhjúpaður.

Eingöngu er tekið við YouTube-myndböndum. Látið leyniorð fylgja ef þess þarf.

Lagaval er algjörlega frjálst; lagið sem sungið er má vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund og tungumáli sem hver og einn vill.

Keppnin er fyrir 14 ára og yngri. Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna. Tekið verður við myndböndum til miðnættis 10. október.mbl.is, Sjónvarp Símans, Góa, KFC og Sena Live standa fyrir söngkeppninni.

Innsent efni er eign þess sem sendir. Innsendar upplýsingar verða ekki framseldar til þriðja aðila.