„Við erum ennþá í Pussy Riot“

Pussy Riot | 10. febrúar 2014

„Við erum ennþá í Pussy Riot“

Nadesjda Tolokonnikova og Maria Alyokhina, meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, segja engan brottrekstur hafa átt sér stað og að þær tilheyri ennþá sveitinni.

„Við erum ennþá í Pussy Riot“

Pussy Riot | 10. febrúar 2014

Nadesjda Tolokonnikova og Maria Alyokhina, meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, segja engan brottrekstur hafa átt sér stað og að þær tilheyri ennþá sveitinni.

Nadesjda Tolokonnikova og Maria Alyokhina, meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, segja engan brottrekstur hafa átt sér stað og að þær tilheyri ennþá sveitinni.

„Við erum ennþá í Pussy Riot,“ sögðu þær Tolokonnikova og Alyokhina á blaðamannafundi í Berlín í Þýskalandi í dag. 

Þær sátu báðar í rússneskum fangabúðum í tæp tvö ár að hafa flutt pönkmessu í kirkju í Moskvu þar sem þær ákölluðu Maríu guðsmóður og báðu hana um að losa Rússland við Vladimir Pútín forseta. Þær voru látnar lausar í desember, þremur mánuðum áður en afplánun þeirra átti að ljúka.

Í síðustu viku sendu sex aðrir liðsmenn sveitarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem fjölmiðlar voru beðnir um hætta að leggja nafn sveitarinnar við Nadesjdu og Maríu. Þær hefðu misst sjónar á grunngildum Pussy Riot, femínisma og baráttu gegn harðstjórn. Yfirlýsingin var send í kjölfar þess að þær komu fram á tónleikum með Madonnu í New York og þar kom m.a. fram að það að selja miða á tónleika væri í andstöðu við gildi sveitarinnar.

Undir yfirlýsinguna voru rituð dulnefni og þær Tolokonnikova og Alyokhina segjast ekkert kannast við þau. „Ég veit ekki hvaða fólk þetta er,“ sagði Tolokonnikova í dag og sagði að yfirlýsingin ein og sér græfi undan hugmyndafræði Pussy Riot, því hver sem er ætti að geta orðið meðlimur þar.

Nadesjda Tolokonnikova og Maria Alyokhina, meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, …
Nadesjda Tolokonnikova og Maria Alyokhina, meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, í Berlín í dag. EPA
Tolokonnikova og Alyokhina á tónleikum í New York í síðustu …
Tolokonnikova og Alyokhina á tónleikum í New York í síðustu viku þar sem þær komu fram með Madonnu. EPA
mbl.is