Versta hungursneyð frá stofnun SÞ

Sómalía | 11. mars 2017

Versta hungursneyð frá stofnun SÞ

Heimurinn stendur frammi fyrir verstu hungursneyð sem upp hefur komið frá stofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að því er fréttavefur BBC hefur eftir Stephen O‘Brien, yfirmanni mannúðar- og neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Versta hungursneyð frá stofnun SÞ

Sómalía | 11. mars 2017

Flóttamenn frá Suður-Súdan bíða í flóttamannabúðum við landamærin. Sameinuðu þjóðirnar …
Flóttamenn frá Suður-Súdan bíða í flóttamannabúðum við landamærin. Sameinuðu þjóðirnar vara við mikilli hungursneyð í Suður-Súdan, Jemen, Sómalíu og Nígeríu. AFP

Heimurinn stendur frammi fyrir verstu hungursneyð sem upp hefur komið frá stofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að því er fréttavefur BBC hefur eftir Stephen O‘Brien, yfirmanni mannúðar- og neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Heimurinn stendur frammi fyrir verstu hungursneyð sem upp hefur komið frá stofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að því er fréttavefur BBC hefur eftir Stephen O‘Brien, yfirmanni mannúðar- og neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna.

O'Brien segir hungursneyð nú blasa við 20 milljónum manna í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu og að þörf sé á 4,4 milljarða dollara fjárframlagi til að forðast megi hörmungarnar.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, hefur þegar varað við því að um 1,4 milljónir barna kunni að svelta í hel fyrir lok þessa árs. 

„Þetta er ögurstund,“ sagði O'Brien á fundi með Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Nú þegar í byrjun þessa árs stöndum við frammi fyrir einum mestu mannúðarhörmungum frá því Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar.“

Hvetur til sameiginlegs átaks

„Nú þegar blasir hungursneyð við 20 milljónum manna í fjórum löndum. Án sameiginlegs og samhæfðs hnattræns átaks mun þetta fólk einfaldlega svelta í hel. Margir til viðbótar munu svo þjást og deyja úr sjúkdómum.“

Sagði O‘Brien þetta hafa áhrif á þroska barna, lífsgæði og framtíðarmöguleika. „Þrautseigja samfélaga er fljót að dvína og það sem hefur áunnist með þróun hverfur. Margir munu flosna upp frá heimilum sínum og halda af stað í leit að lífsvon og með því mynda enn meiri óstöðugleika í álfunni.“

Orð O'Brien nú minna um margt á ákall Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í síðasta mánuði, þegar hann greindi frá því að Sameinuðu þjóðirnar hefðu aðeins fengið greiddar 90 milljónir dollara af þeim miklu loforðum um fjárframlög sem samtökunum hafa borist.

Barn deyr á 10 mínútna fresti í Jemen

Talið er að barn deyi á tíu mínútna fresti í Jemen af völdum sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir og að hálf milljón barna undir fimm ára aldri í landinu þjáist af alvarlegri vannæringu.

Sameinuðu þjóðirnar telja að 19 milljónir manna, eða tveir þriðju hlutar íbúa Jemen, þurfi á einhverri mannúðaraðstoð að halda í kjölfar tveggja ára átaka milli uppreisnarmanna Hútí og stjórnvalda sem njóta stuðnings Sádi-Araba.

mbl.is