Hamingjan eltir Ben Affleck á röndum

Bennifer | 6. október 2021

Hamingjan eltir Ben Affleck á röndum

Leikarinn góðkunni, Ben Affleck, segist í samtali við Extra TV vera óendanlega hamingjusamur með lífið og tilveruna. Má draga þá ályktun að hamingja hans felist að stórum hluta í því að hafa endurheimt söng- og leikkonuna Jennifer Lopez inn í líf sitt. 

Hamingjan eltir Ben Affleck á röndum

Bennifer | 6. október 2021

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru ástfangin upp fyrir haus.
Ben Affleck og Jennifer Lopez eru ástfangin upp fyrir haus. FILIPPO MONTEFORTE

Leikarinn góðkunni, Ben Affleck, segist í samtali við Extra TV vera óendanlega hamingjusamur með lífið og tilveruna. Má draga þá ályktun að hamingja hans felist að stórum hluta í því að hafa endurheimt söng- og leikkonuna Jennifer Lopez inn í líf sitt. 

Leikarinn góðkunni, Ben Affleck, segist í samtali við Extra TV vera óendanlega hamingjusamur með lífið og tilveruna. Má draga þá ályktun að hamingja hans felist að stórum hluta í því að hafa endurheimt söng- og leikkonuna Jennifer Lopez inn í líf sitt. 

Endurtekið ástarævintýri þeirra Bens Afflecks og Jennifer Lopez hefur vart farið framhjá neinum. Stjörnuparið hefur sést í þéttingsföstum faðmlögum og kossaflensi um víða veröld síðustu misseri og virðist heimsbyggðin ekki halda vatni yfir þeim.

„Ég er virkilega hamingjusamur. Þetta er mjög hamingjuríkur tími í lífi mínu. Lífið er gott,“ er haft eftir honum.

Þrátt fyrir að sést hafi til parsins njóta mikils tíma saman upp á síðkastið hafa þau bæði haft í nógu öðru að snúast. Til að mynda hefur Affleck leikið í tveimur bíómyndum og farið með aðalhlutverk í þeim. The Tender Bar er leikstýrt af hinum eina sanna George Clooney og var frumsýnd síðasta sunnudag í kvikmyndahúsum vestanhafs. Þá leikur hann einnig í kvikmyndinni The Last Duel, eftir leikstjórann Ridley Scott, sem frumsýnd verður 15. október næstkomandi.

mbl.is