Skiki í Skotlandi í gjafakörfu Óskarsins

Óskarsverðlaunin 2022 | 1. apríl 2022

Skiki í Skotlandi í gjafakörfu Óskarsins

Dýrasta gjöfin í gjafakörfu Óskarsins þetta árið er að virði 50.000 Bandaríkja dala. Gjöfin dýra er þriggja nætur dvöl í Turin-kastalanum í Skotlandi. Þetta kemur fram í frétt CNBC. 

Skiki í Skotlandi í gjafakörfu Óskarsins

Óskarsverðlaunin 2022 | 1. apríl 2022

Óskarsverðlaunin.
Óskarsverðlaunin. AFP

Dýrasta gjöfin í gjafakörfu Óskarsins þetta árið er að virði 50.000 Bandaríkja dala. Gjöfin dýra er þriggja nætur dvöl í Turin-kastalanum í Skotlandi. Þetta kemur fram í frétt CNBC. 

Dýrasta gjöfin í gjafakörfu Óskarsins þetta árið er að virði 50.000 Bandaríkja dala. Gjöfin dýra er þriggja nætur dvöl í Turin-kastalanum í Skotlandi. Þetta kemur fram í frétt CNBC. 

Eins og margir hafa tekið eftir voru Óskarsverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn nú á dögunum. Þeir sem tilnefndir voru til ákveðinna verðlauna tóku ekki aðeins með sér heiðurinn af því að vera tilnefndir með sér heim, heldur fylgdi með tilnefningunni gjafakarfa að virði nær 140.000 dala eða sem nemur tæpum átján milljónum íslenskra króna. 

Ekki allir jafn heppnir 

53 gjafir eru í gjafakörfunni í ár en ýmsar gjafir eru einkar áhugaverðar. Meðal gjafa er til dæmis fitusog að virði 12.000 dala, lávarðstitill ásamt litlum skika í Skotlandi, og 25.000 dala virði endurnýjun á heimili.  

Af þeim sem tilnefndir voru, voru aðeins 28 manns svo lánsamir að fá gjafakörfuna.

Þau sem fengu gjafakörfuna eru þau sem eru tilnefnd sem besti leikari, besta leikkona, besti leikari í aukahlutverki, besta leikkona í aukahlutverki og besti leikstjóri.

Kynnarnir þrír, þær Wanda Sykes, Amy Schumer og Regina Hall, fengu allar körfuna að auki. 

Fleira í körfunni: 

  • Fegrunarmeðferð og yngingarmeðferð að verðmæti 10.000 dala
  • Fjögurra nótta dvöl á lúxus hóteli og spa í Kaliforníu að verðmæti 15.000 dala
  • Markþjálfatími hjá Kayote Joseph að verðmæti 1.200 dala 
  • Tegjafasett og poppkorn
mbl.is