Rakel færir líf í gömlu sjógallana

Þjóðhátíð | 28. júlí 2022

Rakel færir líf í gömlu sjógallana

Það er klárt mál að best klædda fólkið á Þjóðhátíð í Eyjum í ár verður í pollagöllum sem listakonan og Selfossmærin Rakel Rögnvaldsdóttir skreytti í verslun 66° Norður í Kringlunni í gær. Rakel segir viðburðinn hafa verið ótrúlega skemmtilegan og hún hafi varla náð að líta upp af borðinu í tvo tíma. 

Rakel færir líf í gömlu sjógallana

Þjóðhátíð | 28. júlí 2022

Rakel Rögnvaldsdóttir færir líf í gömlu sjógallana.
Rakel Rögnvaldsdóttir færir líf í gömlu sjógallana. Samsett mynd

Það er klárt mál að best klædda fólkið á Þjóðhátíð í Eyjum í ár verður í pollagöllum sem listakonan og Selfossmærin Rakel Rögnvaldsdóttir skreytti í verslun 66° Norður í Kringlunni í gær. Rakel segir viðburðinn hafa verið ótrúlega skemmtilegan og hún hafi varla náð að líta upp af borðinu í tvo tíma. 

Það er klárt mál að best klædda fólkið á Þjóðhátíð í Eyjum í ár verður í pollagöllum sem listakonan og Selfossmærin Rakel Rögnvaldsdóttir skreytti í verslun 66° Norður í Kringlunni í gær. Rakel segir viðburðinn hafa verið ótrúlega skemmtilegan og hún hafi varla náð að líta upp af borðinu í tvo tíma. 

Rakel er 21 árs gömul listakona en list hennar hefur vakið talsverða athygli á Instagram, en þar hefur hún selt myndir í um eitt og hálft ár undir listamannsnafninu Rakel Rögn

„Ég hef verið að vinna hjá 66°Norður og þekki nokkur sem vinna þar og eru að fylgja mér á Instagram. Ég hef nýlega verið að teikna meira á föt og gerði til dæmis jakka fyrir Kótelettuna,“ segir Rakel. Starfsfólk 66°Norður hafi svo haft samband við hana og beðið hana að vera með á viðburðinum í gær. 

„Þetta gekk bara ótrúlega vel og miklu betur en ég þorði að vona. Það bara mættu sjúklega margir,“ segir Rakel.

Hún segir viðburðinn hafa verið fyrstu hugmyndina og í kjölfarið hafi hún verið beðin um að teikna á nokkrar gínur sem skreyta nú verslanir 66°Norður. 

Rakel sjálf er ekki á leið á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina en hefur skemmt sér vel á bæði Kótelettunni og Írskum dögum. Hennar leið liggur til Ítalíu seinna í dag og mun hún því verja verslunarmannahelginni þar. „Vonandi verður samt fullt af fólki í Eyjum í jökkum eftir mig.“

Það var fullt út úr dyrum á viðburðinum í gær.
Það var fullt út úr dyrum á viðburðinum í gær.

Markmiðið að halda sýningu

Rakel segist hafa verið að teikna frá því að hún man eftir sér og hefur óneitanlega skapað sér sinn stíl. 

„Ég hef alltaf verið svona frá því að ég var lítil, alltaf verið að teikna og skapa. Svo um leið og ég byrjaði að selja myndirnar mínar ruku þær út. Þannig ég hef bara verið að þessu í eitt og hálft ár núna,“ segir Rakel en hún vinnur einnig fulla vinnu með listsköpuninni. 

Hönnun Rakelar er einstök.
Hönnun Rakelar er einstök.

Spurð hvað sé framundan hjá henni segir hún markmiðið vera að halda listasýningu og að hún sé að safna verkum fyrir það núna. Hún vonast til þess að í náinni framtíð geti hún varið meiri tíma í að teikna.

„Ég er að fara í skóla í haust að læra hönnun. Þannig það verður tengt þessu. Námið er í Tækniskólanum og ég ætla að taka allavega eitt ár þar,“ segir Rakel.

Rakel er ekki sjálf á leið á Þjóðhátíð en vonar …
Rakel er ekki sjálf á leið á Þjóðhátíð en vonar að það verði margir í fötum með myndunum hennar.
mbl.is