Tvenn ef ekki þrenn jarðgöng á hverjum tíma

Tvenn ef ekki þrenn jarðgöng á hverjum tíma

„Þetta er 30 ára sýn og við erum að leggja upp með að það fari framkvæmdafé upp á 12-15 milljarða árlega í þetta sem þýðir að það verði tvenn ef ekki þrenn jarðgöng í gangi á hverjum tíma,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við mbl.is.

Tvenn ef ekki þrenn jarðgöng á hverjum tíma

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 13. júní 2023

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á blaðamannafundi á Hótel Nordica í …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á blaðamannafundi á Hótel Nordica í dag. Þar kynnti hann samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024-2038. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þetta er 30 ára sýn og við erum að leggja upp með að það fari framkvæmdafé upp á 12-15 milljarða árlega í þetta sem þýðir að það verði tvenn ef ekki þrenn jarðgöng í gangi á hverjum tíma,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við mbl.is.

„Þetta er 30 ára sýn og við erum að leggja upp með að það fari framkvæmdafé upp á 12-15 milljarða árlega í þetta sem þýðir að það verði tvenn ef ekki þrenn jarðgöng í gangi á hverjum tíma,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við mbl.is.

Í samgönguáætlun sem kynnt var í dag er lögð fram 30 ára áætlun með forgangsröðun í jarðgangagerð. Jarðgöng eru sögð lykilþáttur í að treysta búsetuskilyrði um land allt og veita umferð fram hjá hættulegum og óáreiðanlegum fjallvegum. Stefnt er að því í áætluninni að allir jarðgangnakostir komi til framkvæmda á næstu 30 árum.

Sigurður Ingi segir gott að senda þau skilaboð í samgönguáætlun, til samfélaga sem fá betri lífsskilyrði og meira öryggi í samgöngum og tengingum, að þeirra tenging sé á dagskrá.

Þarf ekki mikinn fyrirvara

Fjarðarheiðargöng eru í efsta forgangi á samgönguáætlun eftir sem áður en rætt hefur verið um Fjarðarleið sem valkost við Fjarðarheiðargöng. Sigurður Ingi segir Fjarðarheiðina í raun vera eina valkostinn sem hægt sé að fara af stað með án mikils fyrirvara.

„Öll önnur jarðgöng þurfa annað hvort frekari rannsóknir og öll þurfa þau umhverfismat. Það eru þá að lágmarki tvö til tvö og hálft ár jafnvel þrjú ár í að einhver önnur göng gætu farið af stað,“ segir Sigurður Ingi og bætir því við að umræðan um forgangsröðunina muni verða tekin í þinginu og að þingið taki að lokum ákvörðun.

Ráðherra segir nokkrar samgönguáætlanir muni líta dagsins ljós og að það geti orðið breytingar í samfélaginu sem kalla á aðra forgangsröðun í jarðgangnagerð. „Miðað við núverandi forsendur verður lagt upp með þessa forgangsröðun,“ segir hann.

Þegar menn segjast ætla að gera eitthvað þá er það gert

Hvalfjarðargöng 2 eru ofarlega á forgangslistanum en þau verða samstarfsverkefni ríkis og einkaaðila líkt og fyrri Hvalfjarðargöng. Sigurður Ingi segir aðspurður að þrátt fyrir að nú styttist í önnur Hvalfjarðargöng hafi verið mikilvægt að standa við gefin loforð annarra stjórnmálamanna um að gera göngin gjaldfrjáls fyrir tæpum fimm árum síðan.

„Þegar menn segjast ætla að gera eitthvað þá er það gert. Mér finnst það mikilvægt. Jafnvel þó síðan sé tekin ákvörðun einhverjum árum síðar og gjaldtaka hafin að nýju þá finnst mér maður standa betur við orðin því það er gert á öðrum grundvelli.“

mbl.is