Gömlu ofurfyrirsæturnar aftur saman eftir langt hlé

Einstakur stíll | 14. ágúst 2023

Gömlu ofurfyrirsæturnar aftur saman eftir langt hlé

Ofurfyrirsæturnar Cindy Crawford, Naomi Campbell, Linda Evangelista og Christy Turlington endurnýjuðuð kynnin á dögunum fyrir bresku útgáfu tískutímaritsins Vogue.

Gömlu ofurfyrirsæturnar aftur saman eftir langt hlé

Einstakur stíll | 14. ágúst 2023

Forsíðumynd Vogue fyrir september 2023 og forsíða Vogue frá því …
Forsíðumynd Vogue fyrir september 2023 og forsíða Vogue frá því í janúar 1990. Samsett mynd

Ofurfyrirsæturnar Cindy Crawford, Naomi Campbell, Linda Evangelista og Christy Turlington endurnýjuðuð kynnin á dögunum fyrir bresku útgáfu tískutímaritsins Vogue.

Ofurfyrirsæturnar Cindy Crawford, Naomi Campbell, Linda Evangelista og Christy Turlington endurnýjuðuð kynnin á dögunum fyrir bresku útgáfu tískutímaritsins Vogue.

Innblásturinn var mynd sem birtist á forsíðu tímaritsins í janúar árið 1990, þegar fyrirsæturnar voru að nálgast hápunkt ferilsins síns. Á þeirri forsíðumynd sat þýska fyrirsætan Tatjana Patitz einnig með þeim en hún lést í janúar á þessu ári úr brjóstakrabbameini, einungis 56 ára að aldri.

Í viðtali við Vogue lýsir Evangelista því að á þetta tímabil hafi verið gjörsamlega galið, sérstaklega eftir að myndband við lagið Freedom með George Michael sem þær allar komu fram í var gefið út. Segir Evangelista að fjölmiðlafárið hafi verið gríðarlegt og að hún hafi ekki alveg skilið hvers vegna. Eftir allt saman þá voru þær ekki Bítlarnir. 



mbl.is