Georg í skírnarkjólnum

Skírnarkjóll Georgs litla er beinhvítur með blúndum. Foreldrar hans, Vilhjálmur og Katrín hertogaynja héldu stolt á honum inn í kapelluna þar sem erkibiskupinn af Kantaraborg mun skíra hann. Skírnarkjólinn er eftirlíking af kjól sem saumaður var fyrir elstu dóttur Viktoríu drottningar, Viktoríu, árið 1841. Í þeim kjól voru yfir 60 meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar skírðir.

Aðeins nánustu vinir og fjölskylda eru við skírnarathöfnina í konunglegu kapellunni við höll heilags James í London. 

„Hann er tilbúinn, hingað til hefur allt gengið vel,“ sagði Vilhjálmur prins fyrir athöfnina í dag.

Í dag var sagt frá því að Georg mun eignast sjö guðforeldra. Þau eru öll vinir og ættingjar foreldra hans.

Georg er þriggja mánaða.

Fylgjast má með fréttum af skírninni m.a. á Sky.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert