21 höfrungur drapst í flæðarmálinu

21 höfrungur drapst eftir að hafa rekið særður á fjörur við strendur Norður-Mexíkó. Svo virðist sem höfrungarnir hafi orðið fyrir árás frænda sinna. 

Hópur fólks reyndi að koma höfrungunum sem rak upp í fjöruna til bjargar og koma þeim aftur á haf út. 54 hafði rekið upp í flæðarmálið og tókst að koma 33 þeirra frá ströndinni á lífi.

Á hræjum dýranna mátti sjá tannaför sem benda til að þeir hafi orðið fyrir árásum stærri höfrunga af annarri tegund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert