Óttast um líf eiginmanns síns

Grace Meng ræðir við blaðamenn á blaðamannafundinum í dag.
Grace Meng ræðir við blaðamenn á blaðamannafundinum í dag. AFP

Eiginkona Meng Hongwei, yfirmanns alþjóðalögreglunnar Interpol, hefur hvatt þjóðir heimsins til að bregðast við hvarfi hans. Hún óttast að líf hans sé í hættu.

Grace Meng tjáði sig um málið í frönsku borginni Lyon þar sem höfuðstöðvar Interpol eru til staðar. Hún sagði að síðustu skilaboðin sem Meng sendi henni á samfélagsmiðlum hafi borist 25. september. Þar var mynd af tákni sem þýðir „Ég er í hættu staddur“.  Áður hafði hann sagt henni að bíða eftir símtali frá sér.

„Þetta mál tilheyrir alþjóðasamfélaginu,“ sagði Meng á blaðamannfundi. Hún sneri baki sínu í ljósmyndara og neitaði að láta mynda sig af öryggisástæðum.

Síðast spurðist til Meng, sem er fyrsti kínverski forseti Interpol, 25. september þegar hann yfirgaf Lyon á leið sinni til Kína.

„Ég er ekki viss um hvað kom fyrir hann,“ sagði Grace, sem hefur búið með Meng og tveimur börnum þeirra í Lyon síðan hann var kjörinn forseti Interpol árið 2016.

Hongwei hef­ur bæst í hóp margra op­in­berra aðila, viðskipta­jöfra og dæg­ur­stjarna sem hafa horfið í vik­ur eða mánuði í Kína. Hongwei gegn­ir einnig stöðu aðstoðarráðherra al­manna­ör­ygg­is­mála en sam­kvæmt nafn­lausu heim­ilda­fólki AFP á Hongwei að hafa verið grip­inn við kom­una til lands­ins í Beij­ing.

Ekki er langt síðan að stofnað var embætti eft­ir­lits­nefnd­ar í Kína sem hef­ur víðtæk­ar heim­ild­ir til að hand­sama og rann­saka rík­is­starfs­menn. Þrátt fyr­ir að sam­kvæmt lög­um þurfi yf­ir­völd að upp­lýsa fjöl­skyldumeðlimi um varðhaldsvist eru gerðar und­an­tekn­ing­ar ef mál­in varða al­manna­ör­yggi, hryðju­verk eða hættu á að átt sé við sönn­un­ar­gögn eða vitna­framb­urð. 

Ekki þykir ljóst af hverju Meng, fyrsti kín­verski for­seti In­terpol, myndi þurfa að sæta rann­sókn kín­verskra stjórn­valda.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert