Harma umgengni við fatagáma

Fregnir berast reglulega af yfirfullum gámum á grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Fregnir berast reglulega af yfirfullum gámum á grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rauði krossinn harmar slæma umgengi í kringum fatagáma Rauða krossins sem fjallað var um í fréttum núverið, m.a. í Morgunblaðinu.

Í frétt á vef RKÍ kemur fram að tilgangur fatagámanna sé að gera aðgengi að fataflokkun enn betri, en ekki að valda íbúum í kringum þá óþægindum. „Vitað er af þessu vandamáli og mikilvægt er að bætt verði úr þessu sem allra fyrst,“ segir í fréttinni.

Gámarnir eru tæmdir minnst einu sinni í viku og aukalega ef ábendingar berast um fulla gáma. Segir Rauði krossinn að stundum sé erfitt að hafa undan öllu magninu sem berist. Er fólki vinsamlegast bent á að skilja föt ekki eftir fyrir utan gámana ef þeir eru fullir. Hægt sé að sjá lista um staðsetningu gámanna á vef Rauða krossins, redcross.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert