Magni til heimahafnar í dag

Hinn nýi Magni kemur til Reykjavíkur í dag.
Hinn nýi Magni kemur til Reykjavíkur í dag.

Hinn nýi dráttarbátur Faxaflóahafna, Magni, er væntanlegur til hafnar í Reykjavík fyrir hádegi í dag, fimmtudag. Hann er væntanlegur að bryggju í Gömlu höfninni um klukkan 10.30.

Magni kom til Rotterdam fyrir síðustu jól eftir langa siglingu frá Víetnam, þar sem hann var smíðaður. Til stóð að hann legði af stað heim til Íslands strax eftir áramót. Hins vegar tafðist heimförin vegna stórviðra á hafinu allt til 18. febrúar. Heimsiglingin hefur hins vegar gengið að óskum en verktakar á vegum Damen-skipasmíðastöðvarinnar sigla bátnum. Þjálfun skipstjóra Faxaflóahafna á bátinn hefst á mánudag.

Magni verður langstærsti dráttarbátur landsins. Hann er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2.025 kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert