Beint: Landsfundur Samfylkingarinnar

Logi EInarsson, formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi flokksins á síðasta ári.
Logi EInarsson, formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi flokksins á síðasta ári. mbl.is/Haraldur Jónasson

Yfir eitt þúsund full­trú­ar eru skráðir á tveggja daga ra­f­ræn­an lands­fund Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem hefst í dag. Mik­il spenna er í kring­um kjör vara­for­manns en Helga Vala Helga­dótt­ir alþing­ismaður býður sig fram gegn nú­ver­andi vara­for­manni, Heiðu Björgu Hilm­is­dótt­ur borg­ar­full­trúa.

Fund­ur­inn hefst kl. 16 með setn­ing­ar­ræðu Loga Ein­ars­son­ar for­manns. Kosn­ing­ar til for­ystu­sveit­ar­inn­ar hefjast síðdeg­is og eiga úr­slit í kjöri vara­for­manns að vera ljós fyr­ir há­degi á morgun. 

Fjöl­marg­ir hafa lýst stuðningi við fram­bjóðend­urna á face­booksíðum þeirra. Meðal þeirra sem lýsa stuðningi við Heiðu Björgu eru Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fv. for­sæt­is­ráðherra, Kristrún Heim­is­dótt­ir lög­fræðing­ur, Ell­ert B. Schram, fv. alþing­ismaður, Gerður Krist­ný rit­höf­und­ur, Ólína Þor­varðardótt­ir, fv. þingmaður, Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi og Rann­veig Guðmunds­dótt­ir, fv. ráðherra.

Meðal stuðnings­manna Helgu Völu eru Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, fv. þingm., Ill­ugi Jök­uls­son blaðamaður, Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur, Jó­hann Ársæls­son, fv. þingm., Mar­grét Sverr­is­dótt­ir, fv. borg­ar­full­trúi, Ólaf­ur Darri Ólafs­son leik­ari og Ótt­arr Proppé, fv. ráðherra.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert