Ice Fish Farm seldi allt viðbótarhlutafé á einum degi

Guðmundur Gíslason, forstjóri Ice Fish farm - Fiskeldi Austfjarða
Guðmundur Gíslason, forstjóri Ice Fish farm - Fiskeldi Austfjarða mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutafjáraukning Ice Fish Farm upp á 44 milljónir evra sem svarar til 6,5 milljarða íslenskra króna gekk út á einum degi. Núverandi hluthafar skrifuðu sig fyrir megninu af útboðinni fjárhæð en einnig bættust nýir hluthafar í hópinn.

Hluti af endurfjármögnun Ice Fish Farm upp á fjárhæð sem svarar til nærri 35 milljarða íslenskra króna og samið var um við fjóra banka fyrir skömmu var aukning eigin fjár með útgáfu nýs hlutafjár upp á 44 milljónir evra sem svarar til 6,5 milljarða íslenskra króna.  

Stærstu hluthafar félagsins tóku þátt í útboðinu.
Stærstu hluthafar félagsins tóku þátt í útboðinu. Ljósmynd/ScaleAQ

Óskað var eftir áskriftum að morgni fimmtudags. Átti útboðið að standa í tvo daga en lokað var fyrir skráningar á fimmtudagskvöld þegar fjárfestar höfðu skrifað sig fyrir allri fjárhæðinni.

Stærstu hluthafar félagsins tóku þátt og var Austur Holding stærst í sniðum með 18,1 milljón evra. Eignarhaldsfélagið á meirihluta hlutafjár og er í eigu norska eignarhaldsfélagsins Måsøval Eiendom og Ísfélags Vestmannaeyja.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »