Búið er að slökkva eldinn í Húsaskóla að mestu

Búið er að ráða niðurlögum eldsins.
Búið er að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að slökkva eldinn í Húsaskóla að mestu leiti en slökkviliðið vinnur nú að því að tryggja að eldur hafi ekki læst sér annars staðar í þakið. 

Þetta segir Ásgeir Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Hann segir slökkvistarfi þó ekki lokið. 

Slökkviliðið vinnur nú að því að tryggja að eldur hafi …
Slökkviliðið vinnur nú að því að tryggja að eldur hafi ekki læst sér annars staðar í þakið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldur kom upp í þakskyggni skólans á þriðja tímanum í dag. Ásgeir segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn og að nú sé unnið að því að rífa frá þakinu til að tryggja að eldur hafi ekki læst sér annars staðar í þakið. 

Að sögn Ásgeirs voru iðnaðarmenn að störfum á þaki hússins þegar eldurinn kom upp en þeir voru að bræða pappa á þakið, en það er gert með eld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka