Ekkert er ómögulegt með Samsung

Samsung Galaxy S24 nýtir gervigreind til að gera ótrúlegustu hluti, …
Samsung Galaxy S24 nýtir gervigreind til að gera ótrúlegustu hluti, til að mynda til að þýða samtal í rauntíma og að finna nánast hvað sem er á netinu. Ljósmynd/Aðsend

„Það er óhætt að segja að með nýju S-línunni heldur Samsung áfram að kreista út það sem áður var ómögulegt. Allt frá einstökum skjám, yfir í öflugri og snjallari örgjörva í tækjum sem bjóða upp á bestu myndgæðin sem og frábæra rafhlöðuendingu,“ segir Aron Andri Magnússon, sölustjóri hjá Tæknivörum, þegar hann lýsir nýjasta Samsung Galaxy S24 en síminn kom nýverið á íslenskan markað í fjórum einstökum litum; svartur, grár, fjólublár og gulur.

„S24 Ultra er harðgerðasta Galaxy tækið til þessa því nýr titanium rammi veitir helmingi meiri styrk en sá fyrri ásamt því að hann skartar nýrri kynslóð af Gorilla gleri að framan og aftan en það gler veitir betri rispuvörn en áður hefur sést í farsímum.“

Aron Andri Magnússon, sölustjóri hjá Tæknivörum, segir að S24 Ultra …
Aron Andri Magnússon, sölustjóri hjá Tæknivörum, segir að S24 Ultra sé harðgerðasta tækið til þessa. Ljósmynd/Aðsend

Hringleit að hverju sem er

Aron er greinilega mjög spenntur fyrir nýju línunni og hann talar sérstaklega um að það sé áhugavert hvernig Samsung nýtir gervigreind í nýju tækjunum. „Tækin í S24 línunni nýta gervigreind til að gera ótrúlegustu hluti og til að mynda er svokölluð Hringleit sem er íslensk þýðing á Circle to Search.

Notendur S24 símtækjanna geta sem sagt dregið hring um hvað sem er á skjá símans, í hvaða smáforriti sem er, til að framkalla leit á því sem er innan hringsins. Þessi leitaraðferð er ótrúlega öflug og þægileg og sérstaklega mikil hjálp þegar erfitt er að koma orðum að því hvað maður er að leita að.

Það er einfaldlega hægt að draga hring utan um fyrirbærið á skjánum, hvort sem um er að ræða mynd af manneskju, tískuvöru eða skilti á útlensku, og eins og hendi sé veifað koma leitarniðurstöðurnar upp á skjáinn án þess að notandinn þurfi að yfirgefa smáforritið sem verið er að vinna í.“

Þýðing á samtali í rauntíma

Þá segir Aron að þýðing í rauntíma (live translation) sé annað dæmi um hugvitsamlega nýtingu á þessari tækni. „Ótrúlegt en satt þá þýðir gervigreindin í S24 tækjunum símtal milli tveggja aðila sem tala ólík tungumál þannig að hvor aðilinn skilur hinn.

Bæði er hægt að láta símann skila þýðingunni í skrifuðum texta á skjánum eða að þýðingin er lesin upp með talgervli. Þannig getur enskumælandi ferðamaður á Spáni átt samskipti við heimamann þannig að báðir tali sitt móðurmál en skilji hvor annan,“ segir Aron og bætir við að eins og stendur styðja tungumálatólin ekki íslensku en vonir standa til að það geti orðið áður en mjög langt um líður.

Samsung hefur löngum verið þekkt fyrir einstaka myndavél og þessi …
Samsung hefur löngum verið þekkt fyrir einstaka myndavél og þessi nýja lína gefur ekkert eftir í gæðum en S24 Ultra státar af nýju fjögurra linsa myndavélakerfi. Ljósmynd/Aðsend

Ný viðmið í gæðum myndavéla

Samsung hefur löngum verið þekkt fyrir einstaka myndavél og þessi nýja lína gefur ekkert eftir í gæðum en S24 Ultra státar af nýju fjögurra linsa myndavélakerfi að sögn Arons. „Nýja 200MP myndavélin hefur sett ný viðmið hvað varðar gæði myndavélar í farsíma, öll smáatriði verða mun nákvæmari ásamt því að litirnir verða raunverulegri en áður hefur þekkst.

Aðdráttarlinsan hefur einnig verið endurbætt þar sem hún er með 50MP myndflögu með fimmföldum optískum aðdrætti og auðveldar okkur því að taka góðar myndir af fjarlægu viðfangsefni,“ segir Aron og bætir við að auk þess sé skjárinn í nýju línunni mun betri. „Öll tækin koma með bjartari skjá en við höfum áður þekkt eða 2.600nit. Svo kemur S24 Ultra kemur með séstakri glampavörn sem dregur mjög úr endurkasti.“

S-penninn sem fylgir Samsung Galaxy Ultra S24 nýtist einstaklega vel …
S-penninn sem fylgir Samsung Galaxy Ultra S24 nýtist einstaklega vel fyrir þá sem eru að skapa eða rissa upp hugmyndir. Ljósmynd/Aðsend

Hámarks afköst í lengri tíma

Og þá er upptalningin langt frá því að vera lokið því Aron heldur áfram að tala um fleiri nýjungar í S24 línunni frá Samsung: „S24ultra kemur með Snapdragon 8 Gen3 for Galaxy sem er öflugasti örgjörvi sem settur hefur verið í nokkurt Galaxy tæki.

Einnig hefur kælingin verið aukin sem tryggir hámarks afköst í lengri tíma. Þá má ekki gleyma að minnast á S-pennann en hann nýtist einstaklega vel fyrir þá sem eru að skapa eða rissa upp hugmyndir. Hvort sem þú ert að teikna, taka niður minnispukta eða bara nýta sem fjarstýringu við það að taka myndir eftir að símanum hefur verið stillt upp,“ segir Aron að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert