„Boutique“ fasteignasala með einlægu sniði

Eigendur Sunnu eru Þóra Birgisdóttir, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja og …
Eigendur Sunnu eru Þóra Birgisdóttir, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja og löggiltur fasteignasali, og Marta Jónsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali. Ljósmynd/Aðsend

Sunna fasteignasala býður upp á faglega, trausta og persónulega þjónustu þegar kemur að því að taka fasteignir í sölumeðferð. Eigendur Sunnu eru tveir; Marta Jónsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, og Þóra Birgisdóttir, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja og löggiltur fasteignasali. Skjalagerðin er í höndum Mörtu og söluþjónustan er í höndum Þóru. Báðar hafa þær áralanga reynslu og búa yfir mikilli þekkingu sem nýtist viðskiptavinum Sunnu í öllum þeim aðstæðum sem upp geta komið við sölu á fasteignum.

„Það sem er svo frábært í okkar samstarfi er að styrkleikar okkar liggja á sitthvoru sviðinu. Með Sunnu erum við að skapa okkur grundvöll þar sem við getum boðið hátt og persónulegt þjónustustig byggt á okkar víðtæku reynslu, bæði í sölu og ekki síður á lagalegri og faglegri þekkingu,“ segir Marta.

Málverkin sem prýða veggi skrifstofunnar eru eftir Ólöfu Björgu Björnsdóttur.
Málverkin sem prýða veggi skrifstofunnar eru eftir Ólöfu Björgu Björnsdóttur. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

„Það sem góð fasteignasala gerir er að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera, með enga lausa enda, og ef vel tekst til þá koma viðskiptavinirnir aftur til okkar. Við höfum oft hugsað um þetta sem eins konar „boutique“-fasteignasölu. Við erum bara tvær, eins og er, og við viljum að fólk komi og finni fyrir persónulegri og einlægri þjónustu.“

Þá segir Þóra að viðskiptavinir þeirra geta verið vissir um að þeim verði boðið upp á vandað kaupboðsferli og vandaða skjalagerð auk faglegrar ráðgjafar sem byggist á reynslu og þekkingu. „Margt er hægt að forðast í fasteignakaupum með því að vanda til verka frá upphafi. Ferlið þarf að vera vel undirbúið, verðmat þarf að vera rétt og sanngjarnt, ástand eignarinnar upplýst og öll gögn yfirfarin,“ segir Þóra.

Eigendum Sunnu fasteignasölu þykir nauðsynlegt að skrifstofurými þeirra búi yfir …
Eigendum Sunnu fasteignasölu þykir nauðsynlegt að skrifstofurými þeirra búi yfir heimilislegu og þægilegu andrúmslofti. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Mikil reynsla sem nýtist vel

Eigendurnir kynntust fyrst árið 2021 og sáu þær fljótlega fram á að styrkleikar þeirra gætu nýst enn betur í starfi með því að snúa bökum saman. Marta er með 18 ára reynslu sem lögfræðingur, bæði frá hinu opinbera og úr atvinnulífinu. Hún er með mikla reynslu í samninga- og skjalagerð, og hefur sótt sér réttindi sem sáttamiðlari en sú þekking hefur sýnt sig að reynast vel ef vandamál koma upp við sölu fasteigna.

Þóra er með 14 ára reynslu sem fasteignasali, með master í fjármálum, er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og brennandi áhuga á fólki, mannlegum samskiptum og fasteignum. Þóra er að norðan og hefur í gegnum tíðina sinnt sölu eigna þar og víðar á landsbyggðinni. Marta er af Suðurnesjum og er með sterkar rætur þangað, en býr í Setbergi í Hafnarfirði.

Sunna fasteignasala
Sunna fasteignasala Morgunblaðiið/Arnþór Birkisson

Aðspurð hvernig nafn fasteignasölunnar varð til segir Þóra þá sögu ansi skemmtilega. „Við höfðum upphaflega áhuga á að leigja húsnæði við Sunnusmára eða þar um kring. Þegar við vorum enn að spá í það þá kom þetta nafn upp hjá dætrum mínum. Það var bitið á í fyrsta og hentaði okkur. Við erum tvær ljóshærðar konur og svo er einhver einlæg birta yfir þessu,“ segir Þóra.

Sunna fasteignasala er til húsa á Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, og má finna fleiri upplýsingar á heimasíðunni sunnafasteignasala.is.

Ljósmynd/Aðsend

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert