Fagmannlegt og sérhæft þjónustustig að leiðarljósi

Adolf Marinósson hjá Vélanaust
Adolf Marinósson hjá Vélanaust Morgunblaðiið/Arnþór Birkisson

„Varahlutaverslunin okkar hefur breikkað mikið frá stofnun þar sem stöðugt bætast við nýjar vörur frá mismunandi framleiðendum.”

Þetta segir Adolf Marinósson, verslunarstjóri Vélanausts sem jafnframt er sjálfskipaður og stoltur „græju- og bíladellukarl“ en vegferð hans hjá fyrirtækinu hefur dafnað hratt á undanförnum árum frá því að hann hóf fyrst störf á lagernum. Dugnaðurinn safnaðist fljótt upp og smám saman fór verkefnunum að fjölga.

Adolf Marinósson hjá Vélanaust
Adolf Marinósson hjá Vélanaust Morgunblaðiið/Arnþór Birkisson

Vélanaust ehf. var stofnað árið 2009 en á þeim tíma sáu forsvarsmenn fyrirtækisins þörf fyrir sérhæfða rútu- og vörubílavarahlutaverslun sem gæti veitt hagstæðari verð í þeirri fákeppni sem ríkti á samkeppnismarkaði þess tíma. Frá stofnun hefur fyrirtækið haft vandað og sérhæft þjónustustig að leiðarljósi og hafa starfsmenn breiða þekkingu á sviði rútu og- vörubifreiða.

Adolf Marinósson hjá Vélanaust
Adolf Marinósson hjá Vélanaust Morgunblaðiið/Arnþór Birkisson

„Við leggjum kapp á að eiga helstu varahluti á lager hverju sinni, þá á borð við véla-, bremsu- og pústhluti, svo dæmi séu nefnd. Stærsti birgi okkar er þó án nokkurs vafa þýski varahlutaframleiðandinn Diesel Technic en hann framleiðir mikið úrval varahluta í vörubifreiðar og rútur og býður upp á yfir 43.000 vörunúmer.“

Adolf Marinósson hjá Vélanaust
Adolf Marinósson hjá Vélanaust Morgunblaðiið/Arnþór Birkisson

Adolf fullyrðir að margt mjög spennandi sé á döfinni hjá fyrirtækinu, og að það standi til að auka þjónustu og stækka við fyrirtækið sem aldrei fyrr. Þá sé hugmyndin að fara út fyrir rammann og huga að meiru en að þjónusta bara verkstæði á svæðinu.

„Vélanaust hefur fyrst og fremst verið að þjónusta verkstæði,“ segir Adolf. „Við erum með mikið af vörum á lager en einnig hef ég tengiliði út um allan heim sem skaffa alla mögulega og ómögulega hluti sem þörf er á hverju sinni. Það er rosalega breið lína; við erum með varahluti í allar tegundir af vörubílum, vögnum og rútum.“

Adolf Marinósson hjá Vélanaust
Adolf Marinósson hjá Vélanaust Morgunblaðiið/Arnþór Birkisson

Stækkun á vörulínum

Má þess einnig geta að dreifingaraðilar Diesel Technic þjónusta nú viðskiptavini sem treysta á þekkingu og áreiðanleika vörumerkisins í yfir 150 löndum, en varahlutirnir þaðan hafa notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi síðastliðna áratugi og þótt hagkvæmur kostur.

Auk Diesel Technic hefur Vélanaust mörg önnur umboð. Til dæmis Haco fyrir vörulyftur, Tralert fyrir ljós, Wallas olíuofna svo eitthvað sé nefnt.

Með tilkomu meira úrvals þá fær líka græjudella Adolfs að njóta sín enn fremur. „Við erum að færa okkur aðeins meira út í það að gera meira en að þjónusta bara verkstæði. Við ætlum að opna verslun fyrir gesti og gangandi, stækka vörulínur og vera með alls konar aukahluti líka. Við erum farnir að selja ljóskastara, krómgrindur, verkfæri, varahluti í vörulyftur, olíuofna og fleira,“ segir hann.

Adolf hefur starfað hjá Vélanaust í tvö ár og var því ekki viðstaddur þegar fyrirtækið var stofnað. „Þetta hét GT Óskarsson í upphafi og var eingöngu Diesel Technic Verslun. Það var svo árið 2009 sem núverandi eigandi breytti þessu í Vélanaust og fór að víkka þetta út. Ég kem ekki inn fyrr en eftir Covid-faraldurinn og ætla mér að víkka þetta enn frekar.“

Hægt er að nálgast fleiri og allar upplýsingar um Vélanaust á vefsíðu fyrirtækisins, velanaust.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert