Frí greining á fræðsluþörfum hjá Akademias

Guðmundur Arnar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Akademias sem býður fyrirtækjum upp …
Guðmundur Arnar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Akademias sem býður fyrirtækjum upp á fría greiningu á fræðsluþörfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnustaðaskóli Akademias er áskriftarþjónusta sem hjálpar vinnustöðum að ná árangri með rafrænni fræðslu. Innifalið í áskriftarþjónustunni er greining á fræðsluþörfum og mótun fræðsluáætlunar ogaðgengi að yfirgripsmiklu safni 150 rafrænna námskeiða auk framleiðslu á allt að fjórum sértækum námskeiðum á ári. Akademias leggur mikið upp úr virkri þjónustu og eftirfylgni svo að hægt sé að grípa hratt inn í ef árangur er undir væntingum.

Fræðslustarf skilar sér í auknum árangri

Það er nýjung í þjónustu Akademias að öllum vinnustöðum stendur til boða að þiggja fría greiningu á fræðsluþörfum án nokkurra skuldbindinga. Greiningin byggir á aðferðafræði og spurningakönnun sem hefur verið nýtt af fræðslustjórum að láni í yfir tíu ár. Það tekur aðeins sex mínútur að svara könnuninni en greiningarferlið tekur í heildina ekki nema um tvær vikur.

Kortlagning fræðsluþarfa er grunnurinn að árangursríku fræðslustarfi sem skilar sér í auknum árangri vinnustaða. Greiningin er mikil bylting í þjónustu Akademias því öll þau 150 rafrænu námskeið sem Akademias býður upp á er hægt að tengja við niðurstöður greiningarinnar.  Þegar niðurstöður liggja fyrir er einfalt mál að átta sig á því hvernig námsframboð Akademias svarar þeim þörfum sem fram koma í greiningunni. Mótun fræðsluáætlunar í kjölfarið verður þannig leikur einn.   

Aðstoða við að sækja styrki

Fræðsluráðgjafar Akademias hafa hjálpað fjölda vinnustaða við að koma rafrænu fræðslustarfi í kröftugan farveg. Markmiðið í upphafi er að 80% af starfsfólki klári rafrænt námskeið á fyrstu einum til tveimur mánuðum samstarfs. Í upphafi er tíminn nýttur til að vinna úr niðurstöðum þarfagreiningar fræðslu og skipuleggja fræðsluáætlun til næstu 6-12 mánaða. Með vinnuferli Akademias er vinnustöðum einfaldað að fá alla til að byrja að læra en jafnframt að standa skil á kröfum fræðslusjóða fyrir styrki, sem geta numið allt að 100% af verði þjónustunnar. Fræðsluráðgjafar Akademias eru að sjálfsögðu vinnustöðum innan handar með að sækja um styrki til viðeigandi fræðslusjóða.  

Leiðandi í gerð fræðsluefnis

Akademias hefur unnið með yfir 100 vinnustöðum og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu á mótun og innleiðingu rafræns fræðslustarfs, hvernig má fá stjórnendur og starfsfólk til að tileinka sér nýja aðferðarfræði í fræðslumálum og tryggja þannig árangur hratt og örugglega. 

Akademias er leiðandi á Íslandi í gerð fræðsluefnis og hefur mikla reynslu af fjölbreyttri framleiðslu fyrir allar atvinnugreinar. Innifalin í þjónustunni eru fjögur allt að 30 mínútna löng námskeið, klæðskerasniðin fyrir viðskiptavini. Hjá Akademias starfar kvikmyndagerðarfólk, hönnuðir, textagerðafólk, leikarar, þýðendur og lærdómshönnuðir. Þar má jafnframt finna sérhæft „green-screen“ myndver með besta tækjakosti sem völ er á fyrir framleiðslu á rafrænu námsefni. 

Kostnaður í lágmarki

Lykilatriði við gerð fræðsluefnis er að kostnaður sé í lágmarki svo að svigrúm sé til að halda fræðsluefni uppfærðu yfir lengri tíma.

Samstarf við Akademias tryggir vinnustöðum öflugt fræðslustarf sem svarar þörfum þeirra með aðgengi að tilbúnu efni eða fyrir tilstilli framleiðslu sértæks efnis. Öflug þjónusta og ákvarðanir um fræðslu sem byggja á greiningu og gögnum skapa fyrirtækjum ávinning sem styður við framþróun þeirra og getu til að skapa sér samkeppnisforskot.

Dæmi um námskeið sem Akademias hefur framleitt má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert