Rut Kára hannar Ró, Kyrrð og Frið fyrir heimilið

Rut Káradóttir og Húsgagnahöllin eiga í farsælu samstarfi.
Rut Káradóttir og Húsgagnahöllin eiga í farsælu samstarfi. Ljósmynd/Aðsend

Í verslunum Húsgagnahallarinnar er að finna töfrandi heim húsgagna, skrautmuna og heimilisvara sem heillar alla fagurkera upp úr skónum. Húsgagnahöllin býður upp á fjölbreytt úrval af hágæða vörum sem henta öllum rýmum heimilisins en þar setja vandaðar og fallegar gólfmottur í öllum stærðum og gerðum svip á vöruúrvalið.  

Fyrir tæplega tveimur árum tóku Húsgagnahöllin og einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins, Rut Káradóttir, höndum saman og kynntu til leiks vörulínu með handgerðum hágæða mottum hönnuðum af Rut.

Óhætt er að segja að samstarfsverkefni Rutar og Húsgagnahallarinnar hafi fallið mjög vel í kramið hjá íslenskum fagurkerum. Hver tegundin á fætur annarri hefur selst upp og nýjar tegundir litið dagsins ljós, enda um einstaklega vandaðar mottur að ræða þar sem efnisval, gæði og fagurfræði mæta kröfum þeirra allra vandlátustu.

Mottuvörulína Rutar Kára er vönduð og fáguð í senn.
Mottuvörulína Rutar Kára er vönduð og fáguð í senn. Samsett mynd

Mottur sem endurspegla kröfur    

Um línu vandaðra gólfmotta er að ræða þar sem mildir og fallegir litir og náttúrulegt efni eru í aðalhlutverki. Rut finnst ómissandi að nota gólfmottur, bæði í verkefnum sínum og inni á eigin heimili. Motturnar sem hún hefur hannað endurspegla þær kröfur sem hún gerir.

Spurð um hugmyndina á bak við mottulínuna segir Rut að hana hafi lengi langað til að hanna eigin gólfmottur og að hún hafi haft nokkuð skýra sýn um útkomuna strax þegar verkefnið var sett á laggirnar. 

„Mig hefur lengi dreymt um að hanna mína eigin línu af mottum og hef verið með nokkuð góða hugmynd um hvers konar mottur mér finnst vanta á markaðinn,“ útskýrir Rut sem notar gólfmottur mikið til að hámarka heildarútlit rýma sem hún vinnur með hverju sinni. 

Mottur skapa hlýleika inni á heimilum.
Mottur skapa hlýleika inni á heimilum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er mikil mottukona og nota þær mikið. Helst vil ég eiga nokkrar mottur á lager í bílskúrnum hjá mér svo ég geti skipt þeim út þegar mig langar að breyta aðeins til. Mér finnst þær algerlega nauðsynlegar enda gegna þær svo margþættu hlutverki. Hins vegar hefur mér fundist vanta vandaðar og fallegar mottur á viðráðanlegu verði á íslenska markaðinn. Með þessum nýju mottum sem framleiddar eru í góðu samstarfi við Húsgagnahöllina er ætlunin að koma til móts við þessa þörf,“ útskýrir Rut.

Mildir litatónar einkenna mottulínuna. Þær eru fremur látlausar en gera þó mikið fyrir rýmið. 

„Þessar nýju mottur eru framleiddar í samræmi við þá hugmyndafræði að vera úr náttúrulegum efnum og í mildum litum. Ég vil ekki að mottur á heimilum séu mjög áberandi eða skeri sig mikið úr heldur myndi frekar góða heildarmynd með húsgögnum og gólfefnum.“

Góð motta býr til tengingar

Aðspurð hvaða hlutverki mottur þjóni inni á heimilum segir Rut það vera fjölþætt. 

Fallegar og notalegar mottur eru eins konar punkturinn yfir i-ið.
Fallegar og notalegar mottur eru eins konar punkturinn yfir i-ið. Ljósmynd/Aðsend

„Þegar ég vel mottur inn á heimili nota ég þær í fjölbreyttum tilgangi. Í fyrsta lagi er það til að afmarka og ramma rými af. Þá notar maður mottur til að tengja eða binda saman húsgögn eins og sófa og stóla. Í þessu samhengi vitna ég oft í eina af mínum uppáhaldsbíómyndum, Big Lebowski, þar sem meginsögupersónan leggur ótrúlega mikið á sig til að fá bætta stóra mottu sem tekin er af heimili hans. Þegar hann útskýrir hvers vegna hún skiptir hann svona miklu máli þá segir hann: „It really tied the room together.“ Þetta er einmitt það sem góð motta gerir.“

En þær þjóna ekki bara fagurfræðilegum tilgangi að hennar sögn. 

„Mottur eru enn fremur mikilvægar til að bæta hljóðvist á heimilum og síðast en ekki síst eru þær eins og punkturinn yfir i-ið til að skapa hlýleika og fallega stemningu.“ 

Beðin um að gefa góð ráð um val á mottum segir Rut:

„Algeng mistök sem fólk gerir er að setja mottur undir heilu húsgögnin. Ég vil hins vegar að það fari alls ekki nema hluti af húsgögnunum, til dæmis tveir fætur af stól eða aðeins hluti af rúmi á mottuna,“ segir Rut sem veit sínu viti þegar hvers kyns rými eru fegruð.

Hlýleiki og huggulegheit

Húsgagnahöllin er með með eitt landsins mesta úrval af fáguðum og endingargóðum gólfmottum. Þar fást einnig hágæða handofnar indverskar gólfmottur frá vörumerkinu Nirmal sem eru á sérstaklega góðu verði miðað við gæði og notagildi. Motturnar búa yfir þeim eiginleika að vera sérlega slitsterkar enda gerðar úr 100% náttúrulegum efnum: bómull og jurtagrasinu fléttureyr.

Handofnu Nirmal-motturnar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.
Handofnu Nirmal-motturnar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Ljósmynd/Aðsend

Motturnar eru fáanlegar í ýmsum stærðum og gerðum, ferhyrndar jafnt sem hringlóttar, og til þess fallnar að vekja eftirtekt í hvaða rými sem er þar sem alls kyns mynstur, áferðir og litir einkenna Nirmal-motturnar.

Nirmal-motturnar hafa vakið mikla hrifningu hér á landi síðustu ár og eru oft notaðar til að skapa ákveðna stemningu innan rýma heimilisins. Hlýleiki myndast með fallegum mottum og er fátt jafnt notalegt og mjúkar gólfmottur sem veita ákveðin hughrif og opna skilningarvitin líkt og motturnar frá Nirmal hafa náð fram – enda er motta ekki bara motta heldur getur vönduð og góð motta þjónað veigamiklum tilgangi. 

Mynstur og litir einkenna indversku motturnar frá Nirmal.
Mynstur og litir einkenna indversku motturnar frá Nirmal. Ljósmynd/Aðsend

Líttu við og skoðaðu fjölbreytt úrval gólfmotta í verslunum Húsgagnahallarinnar Bíldshöfða, Akureyri og Ísafirði eða í netverslun með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert