mbl | sjónvarp

Hvers vegna fékk Liverpool ekki víti?

ÍÞRÓTTIR  | 19. mars | 19:22 
Howard Webb, formaður at­vinnu­dóm­ara á Englandi, og Michael Owen, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, fóru yfir atvik í leik Manchester City og Liverpool í sjón­varpsþætt­in­um Ref­erees Mic’d Up þar sem farið er yfir vafaatriði í ensku úrvalsdeildinni.

Howard Webb, formaður at­vinnu­dóm­ara á Englandi, og Michael Owen, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, fóru yfir atvik í leik Manchester City og Liverpool í sjón­varpsþætt­in­um Ref­erees Mic’d Up þar sem farið er yfir vafaatriði í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn endaði 1:1, en Liverpool vildi fá víti í uppbótartíma þegar Jeremy Doku og Alexis Mac Allister voru í baráttu innan teigs. Að lokum var ekkert dæmt, þrátt fyrir skoðun í VAR.

„Ef dómarinn hefði dæmt víti hefði VAR ekki breytt þeim dómi heldur,“ útskýrði Webb. „Boltinn var á milli og boltinn var of neðarlega til að skalla. Mac Allister náði ekki til boltans,“ bætti hann við.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Loading