mbl | sjónvarp

Ungstirnin skinu skært í Manchester (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. maí | 21:34 
Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Rasmus Höjlund, ungir leikmenn Manchester United, skoruðu mörk liðsins í 3:2-sigri á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Rasmus Höjlund, ungir leikmenn Manchester United, skoruðu mörk liðsins í 3:2-sigri á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mainoo skoraði fyrst eftir undirbúning Amads, sem skoraði annað markið með þrumufleyg.

Varamaðurinn Höjlund skoraði svo stuttu eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Í liði Newcastle voru það sömuleiðis ungu mennirnir sem sáu um markaskorun. Englendingarnir Anthony Gordon og Lewis Hall skoruðu mörk gestanna.

Mörkin fimm má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading