mbl | sjónvarp

Eiður um City: Vantar drápseðlið

ÍÞRÓTTIR  | 25. október | 22:46 
West Ham og Manchester City gerðu 1:1-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

West Ham og Manchester City gerðu 1:1-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Michail Antonio kom West Ham yfir en Phil Foden jafnaði metin fyrir City í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska Boltans á Síminn Sport, fór yfir leikinn ásamt þeim Bjarna Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport í kvöld.

„Það vantar drápseðlið í þá,“ sagði Eiður um City-menn.

„Þeir virðast sjaldan geta stillt upp sínu sterkasta liði og það vantar ákveðið flæði. Það virðist vanta þessa óbilandi trú sem hefur stundum einkennt liðið í gegnum árin,“ bætti Eiður við.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en leikur West Ham og Manchester City var sýndur beint á Síminn Sport.

Loading