mbl | sjónvarp

Miklu meira en þrjú stig undir (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. janúar | 17:05 
Það eru meira en þrjú stig í boði þegar Liverpool og Manchester United eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 16:30 í dag. Er um einn frægasta erkifjendaslag heims að ræða.

Það eru meira en þrjú stig í boði þegar Liverpool og Manchester United eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 16:30 í dag. Er um einn frægasta erkifjendaslag heims að ræða.

Meira er undir en oft áður í leik liðanna þar sem United er í toppsætinu með 36 stig, þremur stigum á undan Liverpool sem er í öðru sæti með 33 stig.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá upprifjun af leikjum liðanna síðustu ár þar sem þau hafa skipst á að vinna góða sigra.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Símanum sport og þá verður hann einnig í beinni textalýsingu á mbl.is.

Loading