mbl | sjónvarp

Schmeichel: Hlakkaði til stærsta leiks heims – Bæði lið enn á hótelum sínum

ÍÞRÓTTIR  | 2. maí | 15:53 
Peter Schmeichel, fyrrverandi leikmaður Manchester United og einn allra besti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, er svekktur með ástandið við Old Trafford.

Peter Schmeichel, fyrrverandi leikmaður Manchester United og einn allra besti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, er svekktur með ástandið við Old Trafford.

„Ég hafði það betra þegar ég vaknaði. Ég hlakkaði til leiksins, sem er fyrir mér stærsti leikur heims, Manchester United gegn Liverpool,“ sagði Schmeichel í samtali við Tómas Þór Þórðarson og Eið Smára Guðjohnsen í Vellinum skömmu áður en leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30.

„Nú erum við með þetta klikkaða ástand þar sem við áttum von á því að það styttist í leikinn en bæði lið eru enn á hótelum sínum. Þau eru ekki einu sinni á Old Trafford og það er ekki sérstaklega gott,“ bætti Schmeichel við.

Enn er ekki vitað nákvæmlega hvort eða hvenær leikur Man Utd og Liverpool fari fram í dag en spjall þeirra félaga í heild sinni fyrir áætlaðan leiktíma má sjá í spilaranum hér að ofan.

Loading