mbl | sjónvarp

Rafmagnsbílar verði helmingur bílaflotans

VIÐSKIPTI  | 7. september | 9:50 
Erna Gísladóttir, forstjóri BL, segist vera sannfærð um að nú sé Nissan búin að leysa flest vandamál er tengjast rafmagnsbílum. Hún segist gera ráð fyrir að eftir 10 til 15 ár verði um helmingur seldra bíla rafmangsbílar.

Erna Gísladóttir, forstjóri BL, segist vera sannfærð um að nú sé Nissan búin að leysa flest vandamál er tengjast rafmagnsbílum. Í samtali við Sigurð Má Jónsson ræðir Erna um söluvæntingar varðandi Nissan Leaf sem kynntur var hér á landi um síðustu helgi. Erna segir að kaupendur rafmagnsbíla verði að aðlaga sig að ákveðnum hugsunarhætti og temja sér ný vinnubrögð þegar þeir kaupi slíkan bíl.


Erna segist vera sannfærð um að það sé þjóðhagslega hagkvæmt fyrir Íslendinga að nota rafmagnsbíla. Hún segir að á meðan hleðslustöðvar séu ekki fleiri en raun beri vitni sé bíllinn fyrst og fremst hagkvæmur fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að því að efla innviði fyrir rafmagnsbíla þannig að hægt sé að þjóna alla landsmenn. Í Noregi eru rafmagnsbílar um 2% af heildarsölunni. Erna segist ánægð ef það hlutfall náist hér en það jafngildir sölu upp á 160 bíla. Hún segir að innleiðing rafmagnsbíla taki 10 til 15 ár. Að því loknu verði um helmingur seldra bíla rafmagnsbílar.

Viðskipti með Sigurði Má
Blaðamaðurinn Sigurður Már fær til sín fólk úr viðskiptalífinu og ræðir um það sem helst er á baugi hérlendis í því sem tengist viðskiptum, atvinnulífinu og markaðinum.
Loading