Ekki lengur ormaleysi

Gervimaðkar
Gervimaðkar Veiðihornið

Í þurrkatíð getur verið erfitt að nálgast maðka í stangveiðina. Þeir hafa oftar en ekki bjargað veiðitúrnum hjá mörgum þegar fluga eða spúnn hefur ekki virkað. Margir gervimaðkar hafa komið fram á markaðinn en ekki allir hafa það sem til þarf. Nú er komin ein nýjung í geiranum sem vert er að prófa.

Ólafur Vigfússon í Veiðihorningu segir hér frá gervimöðkum sem verslun hans býður nú uppá:

„Nú þarf enginn að vera að vandræðast í ormaleysi lengur því það eru komnir á  markaðinn ótrúlega eðlilegir ánamaðkar í silungs- eða laxveiðina. Gervimaðkarnir eru úr mjúku gúmmíefni og hreyfast þeir í vatni eins og "lifandi" maðkur. Tvær stærðir eru í boði; 4" og 6".  Hægt er að fá 12 eða 20 stk í pakka. Einnig eru ormarnir fáanlegir "riggaðir" upp á öngul og koma þá tveir í pakka. Gervimaðkarnir fást í Veiðihorninu Síðumúla, Veiðihorninu Hafnarfirði og í netverslun Veiðihornsins.“

Áhugaverð nýjung sem jafnvel væri gaman að prófa í haustveiðinni í laxinum eða sjóbirtingnum.

mbl.is