Fram kemur hjá RUV í morgun að 56.000 laxar hafi sloppið úr eldiskví við bæinn Nærøy í Þrændalögum í Noregi. Fiskeldisfyrirtækið Marine Harvest var með 180.000 laxa þar í kvíum við Geitryggen skammt við Nærøy.
Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK kemur fram að um 180.000 laxar hafi verið í þessari kví og meðalþungi þeirra verið um tvö kíló. Þetta eru rúmlega fimm sinnum fleiri laxar en sluppu úr norskum eldiskvíum allt árið í fyrra þegar slíkar tilkynningar voru upp á samtals 10.000 eldislaxa.
Marine Harvest segir að þar sé litið á þetta sem mjög alvarleg atvik sem verður rannsakað í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið og mun Fiskistofu Noregs koma á vettvang í dag og rannsaka aðstæður nánar.
Í gær var fólk í næsta nágrenni í óðaönn við að reyna veiða strokulaxa, þar sem Marine Harvest býður 300 norskar krónur fyrir hvern veiddan eldisfisk sem skilað er til þeirra. Þar sem nýbúið var að gefa þessum löxum ormalyf þá eru þeir ekki hæfir til manneldis.
Þess má geta að á Íslandi veiðast að meðaltali um 50.000 villtir laxar á hverju sumri og sé miðað við 60% veiðihlutfall er íslenski laxastofninn um 85.000 laxar. Hrygningarstofn íslenska laxins er því talinn sveiflast á bilinu 35 til 55.000 laxar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |