Nýja Hítará verður betri laxveiðiá

Skriðan teygir sig frá Fagraskógarfjalli vel yfir Hítardal.
Skriðan teygir sig frá Fagraskógarfjalli vel yfir Hítardal. Ljósmynd/Mihails Ignats

Engan bilbug er að finna á nýjum leigutaka Hítarár, þrátt fyrir grjótskriðuna miklu sem stíflaði ána um helgina. Félagið Grettistak hefur samið um leigu á Hítará eftir að þessu veiðitímabili lýkur. Orri Dór Guðnason veitir félaginu forstöðu og hann er bjartsýnn á að nýja Hítará verði meira spennandi og betri laxveiðiá þegar upp verður staðið.

„Ef við lítum fram hjá náttúruhamförunum og því tjóni og eftirmálum sem verða, þá horfi ég jákvæður til framtíðar. Ég tel að við munum fá betri laxveiðiá þegar upp verður staðið,“ sagði Orri Dór í samtali við Sporðaköst nú í morgunsárið.

Orri Dór Guðnason telur að nýja Hítará geti orðið betri ...
Orri Dór Guðnason telur að nýja Hítará geti orðið betri laxveiðiá þegar upp er staðið. Ljósmynd/Aðsend

„Það hafa verið vandamál vegna vatnsleysis á svæðinu fyrir ofan ármót Hítarár og Tálma. Og það er alveg ljóst að Hítará hefur verið að dala í nokkuð mörg ár. Nú hefur myndast nýr farvegur með jafnara rennsli og áin er vatnsmeiri á miklu lengri kafla. Ég held að nýja Hítará sé meira spennandi vara en gamla Hítará.“

Orri Dór segir ljóst að sumarið í sumar verði erfitt en hann horfir þó til þess að enn sé mikið af laxi ókomið og hann hefur þá trú að fiskurinn eigi eftir að ganga nýja farveginn.

Við munum fara í klakveiði um leið og veiðitíma lýkur og flytja laxa inn á nýja svæðið til hrygningar.“

Orri Dór fór að skriðunni um leið og hann frétti af henni og skoðaði aðstæður. Hann er að fara vestur í dag til að skoða nýja farveginn.

Orri Dór staðfesti í samtali við Sporðaköst að allir þeir sem standa að Grettistaki séu einhuga um þessa sýn. „Nú verðum við með laxgenga á frá ósi upp í vatn og hún vatnsmeiri á stórum kafla. Við erum að koma inn í þetta verkefni til að vernda ána og byggja hana upp. Við erum þegar að skoða breytingar á veiðimörkum fyrir næsta sumar,“ sagði Orri Dór.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6