Veiðiþjófum ekki sýnd nein miskunn

Eitt skiltunum sem mætir veiðimönnum á veiðisvæðum Fish Partner við …
Eitt skiltunum sem mætir veiðimönnum á veiðisvæðum Fish Partner við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. Ljósmynd/Fish Partner

Félagið Fish Partner sem leigir veiðisvæði og selur veiðileyfi vítt og breitt, hefur ráðið fimm eftirlitsmenn vegna stóraukins veiðiþjófnaðar á svæðum félagsins. Veiðiverðirnir eru með leyfi frá Fiskistofu og geta því gert veiðarfæri upptæk, að því er Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner segir.

„Við höfum ákveðið að taka hart á þessu vandamáli. Það er ekkert leiðinlegra þegar að menn eru búnir að kaupa leyfi að mæta veiðiþjófum á svæðinu sem ýmist veifa Veiðikortinu eða spila sig heimska og þykjast ekkert vita. Við höfum ráðið fimm veiðiverði sem munu vakta öll svæðin okkar á Þingvöllum og í Úlfljótsvatni. Það verður engin miskunn því veiðibúnaður verður skilyrðislaust gerður upptækur og öll mál kærð til lögreglu,“ sagði Kristján Páll í samtali við Sporðaköst.

Kristján Páll Rafnsson með urriðan sem hann tók í Köldukvísl. …
Kristján Páll Rafnsson með urriðan sem hann tók í Köldukvísl. Hann er búinn að fá sig fullsaddan á veiðiþjófnaði á svæðum félagsins. Ljósmynd/Steingrímur Jón

Upplýsingaskilti hafa verið við svæðin og er Fish Partner  nú að fjölga þeim og endurnýja, þar sem eitthvað af skiltunum hefur horfið.

Fólk á vegum Fish Partner hefur komið að veiðimönnum án leyfis á Kárastöðum, Villingavatni og Efri Brú, þar sem brotinn hefði verið upp lás til að komast á svæðið.

Rétt er að ítreka að Veiðikortið veitir rétt til að veiða í landi þjóðgarðsins en ekki á þeim svæðum sem eru í útleigu víða um vatn. 

„Við vonum svo sannarlega að veiðiþjófar sjái að sér og einfaldlega kaupi sér leyfi svo ekki þurfi að koma til þessara aðgerða,“ sagði Kristján Páll að lokum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert