Sannkallaður stórlax úr Ásunum

Freyja Kjartansdóttir með þennan líka fallega fisk. Hann mældist 98 …
Freyja Kjartansdóttir með þennan líka fallega fisk. Hann mældist 98 sentímetrar og er sá stærsti sem hún hefur landað. Ljósmynd/Aðsend

Glæsilegur hængur kom á land í Laxá á Ásum í morgun. Hann veiddist í Nautafljóti sem er þekktur stórlaxastaður í Ásunum. Freyja Kjartansdóttir, eiginkona Sturlu Birgissonar rekstraraðila, veiddi laxinn og tók baráttan um 45 mínútur áður en hann kom á þurrt.

Hængurinn mældist 98 sentímetrar og greinilegt er að hann hefur verið um nokkurt skeið í ánni, þar sem hann er aðeins farinn að taka lit og greinilega má sjá að neðri skoltur er farinn að stækka.

Sturla Birgisson varð vitni að baráttunni. „Þetta var svakaleg viðureign. Hann byrjaði á því að rjúka neðst niður á breiðuna í Nautafljótinu og strikaði svo upp allt fljótið og stoppaði ekki fyrr en í strengjunum um það bil hundrað metrum fyrir ofan. Svo var aftur tekið strikið niður og alveg neðst niður á brot. Þetta var magnað,“ sagði Sturla í samtali við Sporðaköst.

Þetta er stærsti fiskur sem Freyja hefur landað og tók hann Campari Collie Dog flugu sem er ný útfærsla af hinni sterku flugu Collie Dog. Breytingin liggur í því að hausinn er rauður í stað þess að vera svartur eins og hefðbundið er.

Alls er komnir sjö laxar á land í Ásunum en áin opnaði í gær.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira