Forvitinn fálki og mikil átök

Tvö rándýr. Veiðimaður og fálki í Hölkná.
Tvö rándýr. Veiðimaður og fálki í Hölkná. Ljósmynd/Guðmundur Guðlaugsson

Við birtum reglulega veiðimyndir sem berast í veiðimyndasamkeppni Veiðihornsins, Árvakurs og Sporðakasta. Fyrri myndin að þessu sinni er hálfgerð felumynd en jafnframt skemmtileg. Myndasmiðurinn kallar þessa mynd „Tvö rándýr,“ enda sýnir hún tvö fim dýr sem bæði eru spennt yfir mögulegri veiði.

Hér er svo nærmynd af fálkanum sem fellur ótrúlega vel …
Hér er svo nærmynd af fálkanum sem fellur ótrúlega vel inn í umhverfið. Ljósmynd/Guðmundur Guðlaugsson

Myndin er tekin í Hölkná í sumar og er veiðimaðurinn Edward Dashwood að kasta á  Geldingalækjarhyl. Myndina tók Guðmundur Guðlaugsson. Ef grannt er skoðað má sjá fálka sitja í bakkanum á móti veiðimanni. Erfitt er að greina fálkann við fyrstu athugun. En Guðmundur sendi okkur líka mynd af fálkanum.

Laxá á Ásum í sumar. Mikil átök við stórlax sem …
Laxá á Ásum í sumar. Mikil átök við stórlax sem mældist svo 84 sentímetrar. Hér er stöngin nýtt til fullnustu. Ljósmynd/Guðrún Rannveig Sigurðardóttir

Svo er mynd úr Laxá á Ásum. Hér er veiðimaðurinn Þór Sigmundsson í miklum áttökum við stórlax. Hann landaði þarna 84 sentímetra hrygnu er mikinn barning og eins og myndin ber með sér eru átökin mikil. Ljósmyndari er Guðrún Rannveig Stefánsdóttir

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert