Dúndrandi veiðistuð í Dölunum

Veiði hófst í Laxá í Dölum í morgun. Þar var mættur vaskur hópur og dagurinn tekinn snemma með dúndrandi stemmingu og léttum hópdansi klukkan sjö í morgun. Þórir Örn Ólafsson leiðir dansinn og snýr því baki í vélina. Allir komnir í vöðlurnar og þetta er lokahnykkurinn áður en farið var út í á.

Veiðigyðjunni virðist hafa fallið þetta vel í geð því fljótlega var búið að setja í þrjá laxa í Lambastaðakvörn og náðust tveir þeirra á land.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert