Dollý hönnuð til að líkja eftir maðki

Einar Páll Garðarsson með Dollý. Í baksýn er veiðihúsið og …
Einar Páll Garðarsson með Dollý. Í baksýn er veiðihúsið og veiðisvæðið Gíslastaðir. Hann hefur lengi ætlað sér að hanna flugu sem myndi líka eftir ánamaðki. Hér er hún komin. Ljósmynd/ES

Einar Páll Garðarsson hefur hannað margar flugur sem veiðimenn þekkja og vita að virka vel. Má þar nefna Brá, Sjáanda, Tvíburann og Leif svo einhverjar séu nefndar. Nú hefur Palli kynnt nýja flugu sem ber heitið Dollý.

Hún er töluvert frábrugðin þeirri línu sem hann hefur verið á og Dollý er þyngd fluga og vekur sérstaka athygli að Dollý brún er greinilega hönnuð til að líkjast hinum forboðna maðki sem flestar ár hafa bannað.

Þessi tók Dollý hjá Gunnari K. Magnússyni. Mældist 85 sentímetrar …
Þessi tók Dollý hjá Gunnari K. Magnússyni. Mældist 85 sentímetrar og veiddur í Eystri - Rangá. Ljósmynd/GKM

„Ég er búinn að ganga með það í maganum í mörg ár að hnýta flugu sem líkir eftir skoska maðkinum. Búa til einhverja brúna slummu sem glitrar líka aðeins, svipað og maðkurinn gerir þegar glampar á hann. Ég man svo eftir gömlu maðkahollunum þar sem voru afburða rennslismenn sem renndu maðkinum upp í hvern laxinn á fætur öðrum. Svo voru hinir sem bara þverköstuðu og veiddu líka vel. Ég er að vona að Dollý geti virkað þannig,“ sagði Palli um nýju fluguna sem hefur verið í reynslu hjá útvöldum í nokkurn tíma.

Dollý sem á að líkja eftir maðki í vatninu. Einar …
Dollý sem á að líkja eftir maðki í vatninu. Einar Páll landaði tveimur á hana um kvöldið á Gíslastöðum. Ljósmynd/ES

Sporðaköst fóru með Palla á dögunum í Hvítá í Árnessýslu og urðu vitni að opinberi frumraun þessarar flugu. Tilraunastofan var Gíslastaðir sem Palli er með á leigu ásamt Jóhannesi Þorgeirssyni félaga sínum. Dollý var kastað í gríð og erg en ekkert gerðist fyrir hádegi. Hún virkar býsna bústin en leggst vel í vatni og verður löng og rennileg.

Sex punda lax sem Einar Páll fékk um kvöldið. Dollý …
Sex punda lax sem Einar Páll fékk um kvöldið. Dollý heillaði þennan. Ljósmynd/EPG

Útsendari Sporðakasta þurfti að fara um miðjan dag en Palli veiddi út daginn. Rétt áður en Palli var skilinn eftir einn í heiminum sagði hann okkur frá veiðimanni sem var í Eystri – Rangá fyrir nokkrum dögum. „Hann prófaði hana og setti strax í lax,“ sagði Palli. Fáðu mynd hjá honum. Stuttu síðar heyrðist bing í símanum. Það var komin mynd af Gunnari K. Magnússyni sem fékk 85 sentímetra lax á brúna Dollý. Þessi Dollý var tveggja tommu sleggja og eins og fyrr segir nokkuð úr takti við fyrri flugur Palla sem flestar flokkast sem smáflugur, á meðan að Dollý er túba og hnýtt í nokkrum stærðum.

Skemmst er frá því að segja að Palli landaði tveimur löxum um kvöldið á Gíslastöðum og tóku þeir báðir Dollý. Þessi nýja fluga er til í ýmsum litum og verður fróðlegt að sjá hvort henni fer að bregða fyrir í veiðibókum, en ljóst er að hún virkar og er þegar farin að gefa fiska.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert