Áfram veisla í Vopnafirði

Jón Stefán Hannesson þreytir lax í Rennum í Leirvogsá, skammt …
Jón Stefán Hannesson þreytir lax í Rennum í Leirvogsá, skammt fyrir neðan Tröllafoss. Árni Kristinn Skúlason er klár með háfinn. Ljósmynd/Anne Wangler

Þær systur í Vopnafirði, Hofsá og Selá eru enn í góðum gír og gáfu fína vikuveiði í síðustu viku. Hofsá fór í 180 laxa og Selá var með 140 laxa. Á svipuðum stað var Miðfjarðará með 148 laxa síðustu viku og meira að segja Norðurá gaf ríflega hundrað laxa sem er ekki sjálfgefið um miðjan ágúst á þeim bænum. Flestar ár á topp tuttugu listanum bæta aðeins við sig frá því í fyrra. Þó er það ekki algilt. Almennt er orðið ljóst að veiðisumarið 2022 flokkast sem frekar lélegt sumar þegar kemur að veiðitölum í laxveiði. Þó eru nokkrar jákvæðar sögur innan um. NA – hornið er mun betra en í fyrra og þar ágæt veiði. Á það við allar árnar á svæðinu. Svalbarðsá, Sandá, Miðfjarðará, Hofsá og Selá og Jökla er einnig á fínu róli.

Laxá í Dölum er með mun betri veiði en í fyrra þó að hún komist ekki inn á topp tuttugu listann en hún gaf 109 laxa í síðustu viku. Gott vatn hefur verið í Dölunum í sumar og spurning hvort september veiðin verður þá minni en fyrri ár. Leirvogsá er búin að eiga fínt sumar og hafa veiðst þar 324 laxar á aðeins tvær stangir. Það er sennilega einhver besta veiði per stöng sem Ísland hefur boðið upp á í sumar.

Hér má sjá topplistann eftir síðustu viku. Fyrsta talan er heildarveiði miðað við lok veiðidags í gærkvöldi. Síðan kemur tala innan sviga og er það veiðin á sama tíma í fyrra. Næst kemur tala yfir vikuveiðina og loks innan sviga vikuveiðin í vikunni þar á undan. Við bætum nú við tölu fyrir sömu viku í fyrra.

1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 2.507 (1.799) Vikuveiði 417 (383). 2021 – 382

2. Eystri – Rangá 2.074 (1.873) Vikuveiði 380 (372). 2021 – 268

3. Þverá/Kjarrá  1.151 (1.017) Vikuveiði 83 (76). 2021 – 60

4. Norðurá 1.099 (1.209) Vikuveiði 103 (66). 2021 – 84

5. Miðfjarðará 985 (1.123) Vikuveiði 148 (162). 2021 – 134

6. Hofsá  821 (420) Vikuveiði 180 (143). 2021 – 74

7. Urriðafoss 798 (805) Vikuveiði  (36). 2021 – 15 *Vantar nýjar tölur

8. Selá 751 (559) Vikuveiði 114 (137). 2021 – 79

9. Langá  697 (580) Vikuveiði 47 (43). 2021 – 57 

10. Haffjarðará 685 (662) Vikuveiði 50 (47). 2021 – 38

11. Elliðaár 662 (440) Vikuveiði 81 (54). 2021 – 33

12. Laxá í Leirársveit 625 (533) Vikuveiði 53 (75). 2021 – 22

13. Laxá á Ásum 611 (444) Vikuveiði 76 (86) 2021 – 26

14. Laxá í Kjós 608 (529) Vikuveiði 28 (50). 2021 – 18

15. Jökla 583 (480) Vikuveiði  63 (80). 2021 – 88 

16. Grímsá  577 (437) Vikuveiði 66 (55). 2021 – 55

17. Blanda 531 (407) Vikuveiði 41 (57). 2021 – 8 

18. Stóra – Laxá 495 (314) Vikuveiði 51 (37). 2021 – 25

19. Hítará 490 (375) Vikuveiði 45 (50). 2021 – 17

20. Víðidalsá 487 (461) Vikuveiði 65 (91). 2021 – 50

Tölurnar er fengnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is en útreikningarnir eru á ábyrgð Sporðakasta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira