Hvað segja vísindin um laxveiðisumarið?

Rafræn skráning á veiddum löxum verður tekin upp í sumar. Bláu veiðibækurnar heyra þá sögunni til. Guðni Guðbergsson sviðstjóri á Hafrannsóknastofnun fer yfir horfur fyrir laxveiðisumarið, sem er framundan, í fyrsta hluta Sporðakastaspjallsins.

Á næstu dögum munum við birta viðtöl hér við veiðimenn og sérfræðinga um það flest allt það sem viðkemur veiðinni í sumar. Guðni ríður á vaðið og fer yfir hvað við vitum og hverju laxveiðimenn geta átt von á.

Áhrifa þurrkasumarsins mikla árið 2019 er nú loks hætt að gæta. Það tók meiri toll en margir vildu viðurkenna og hafði mikil áhrif á alla árganga seiða sem þá voru í uppvexti í laxveiðiánum.

Í þessu fyrsta viðtali í aðdraganda sumars fer Guðni yfir breytta skráningu á veiði á Íslandi og ræðir í smáatriðum horfur í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert