Dansað við vatnakarfa í Kaliforníu - myndband

Skjáskot

Burritosjúki vatnakarfaveiðimaðurinn, Dagur Árni Guðmundsson hefur sett saman myndband af aðstæðum í Kaliforníu þar sem hann mokveiðir vatnakarfa eða carp. Fréttin okkar frá í gær um kappann vakti verðskuldaða athygli. Segja má að myndbandið sé vídeó útgáfa af þeirri frétt.

Fyrir þá sem hafa áhuga á þessari veiði er afar áhugavert að skoða myndbandið en linkur fylgir með á það. Dagur sendi okkur skýrslu í gær um magnaða veiði sem hann hefur verið í síðustu tvo daga, þar sem hann hefur rótað upp fiskum á bilinu 10 til 25 pund. Í skýrslunni sagði hann frá viðureigninni við SCHLONKERINN sem hann fann og setti í. Þetta þýsk ættaða orð er lýsing Dags á afar stórum fiski.

Myndbandið er á youtube en þar talar Dagur á ensku og deilir hugsunum sínum, matargerð og magnaðri veiði með áhorfendum.

Kaldir morgnar og heit síðdegi eru ávísun á góða veiði þegar carp er annars vegar. Myndbandið er góð skemmtun þegar lítið er við að vera á Fróni fyrir veiðimenn, nema hnýta flugur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert