Opnanir ágætar í erfiðum aðstæðum

Ísbrjótar að störfum í opnunarhollinu í Geirlandsá. Marteinn Már Jakobsson …
Ísbrjótar að störfum í opnunarhollinu í Geirlandsá. Marteinn Már Jakobsson kemur í kjölfar Árna Kristins Skúlason sem hefur rutt vökina. Ljósmynd/Árni Kristinn Skúlason

Opnunarhollin í þeim sjóbirtingsám sem opnuðu nú um mánaðamótin gerðu flest ágæta veiði í erfiðum aðstæðum. Í Eldvatninu veiddust ríflega fjörutíu birtingar og þar kom á land stærsti birtingurinn sem við höfum heyrt af á þessum upphafsdögum. Þorgeir Þorgeirsson landaði 93 sentímetra fiski í þeim magnaða veiðistað Eyjarofi. 

Tungulækur fór líka vel af stað og opnunarhollið skilaði um fjörutíu fiskum. Hollið sem tók við var komið með fimmtán fiska eftir fyrstu vaktina. Jöfn stærð er á fiskinum og sett hefur verið í nokkra í stærri kantinum en þeir sloppið.

Þeir stóru sluppu í opnunarhollinu í Tungulæk. Veiðin var samt …
Þeir stóru sluppu í opnunarhollinu í Tungulæk. Veiðin var samt ágæt miðað við krefjandi aðstæður. Stefán Sölvi Pétursson er með þennan líka fína birting. Ljósmynd/Rúnar Hroði Geirmundsson

Ísbrjótarnir í Geirlandsá enduðu líka með flotta tölu eða 41 birting eftir að útlitið hafði ekki verið gott þegar menn mættu á svæðið og áin var nánast öll ísi lögð. Stærsti sem við heyrðum af frá ísbrjótunum var 89 sentímetra fiskur sem Bjarki Bóasson fékk.

Litlar fréttir hafa borist úr Tungufljóti eftir góðan opnunardag þar sem menn lentu í geldfiskaveislu við brúna. Einnig voru þar að veiðast fallegar bleikjur en þær eru gjarnan á svæðinu í kringum brúna.

Sá stærsti sem við höfum frétt af frá opnunardögum. Þorgeir …
Sá stærsti sem við höfum frétt af frá opnunardögum. Þorgeir Þorgeirsson fékk þennan í Eyjarofi í Eldvatni og mældist hann 93 sentímetrar. Ljósmynd/Alexander Stefánsson

Þá verður að taka ofan fyrir opnunarholinu í Húseyjarkvísl sem náði fiskum við aðstæðum sem voru hreint alls ekki fallnar til að veiða. Notadrýgsta tækið þar var ísexi sem Þorsteinn Guðmundsson hafði tekið með sér.

Leirá var ekki opnuð sökum skilyrða en helstu veiðistaðir voru undir ís og þrátt fyrir góða tilburði tókst ekki að veiða hana á opnunardag. Það verður þeim mun meiri veisla þegar gefur.

Kárastaðir í Þingvallavatni. Fyrstu urriðarnir hafa veiðst þar og það …
Kárastaðir í Þingvallavatni. Fyrstu urriðarnir hafa veiðst þar og það Björn Hynur Pétursson sem setti í þá fyrstu. Ljósmynd/Björn Hlynur

Björn Hlynur Pétursson sigraðist á aðstæðum á Kárastöðum og landaði tveimur urriðum og eru það þeir fyrstu sem Sporðaköst heyra af úr Þingvallavatni í vor. Það þarf elju og áræði að standa upp í norðanáttina og kasta í djúpið við Kárastaði.

Vorveiðin í Korpu er byrjuð og fyrstu fiskarnir hafa veiðst þar. Sama er að segja um Brúará en fyrstu bleikjurnar eru komnar í bók.

Seinkun er á vorinu og bjartsýnir veiðimenn ættu að forðast að lesa fréttir á Bliku.is þar sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birtir hverja hrollvekjuna á fætur annarri. Nú horfir hann fram í miðjan mánuðinn og segir kalda loftið eiga greiðan aðgang að eyjunni okkar. Því miður er hann að byggja þetta á vísindalegum gögnum. Þá er besta leiðin að fara seint út og veiða miðjan daginn, þegar frost víkur um stund og hætta frekar snemma.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert