21. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 186 orð | 1 mynd

...ættarmóti á Íslandi

EKKI missa af...

Frá Djúpavogi. Hans Jónatan settist að á Djúpavogi eftir að hafa flúið þrældóminn í Danmörku.
Frá Djúpavogi. Hans Jónatan settist að á Djúpavogi eftir að hafa flúið þrældóminn í Danmörku. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í KVÖLD sýnir danska ríkissjónvarpið, DR2, athyglisverðan heimildarþátt sem nefnist Slavernes slægt. Í þættinum segir frá því þegar stór ætt kemur saman á Íslandi til þess að minnast dansks forföður síns, sem var þræll í Vestur-Indíum.
Í KVÖLD sýnir danska ríkissjónvarpið, DR2, athyglisverðan heimildarþátt sem nefnist Slavernes slægt.

Í þættinum segir frá því þegar stór ætt kemur saman á Íslandi til þess að minnast dansks forföður síns, sem var þræll í Vestur-Indíum. Þar til nýlega vissu þau lítið um líf hans og uppvöxt í Danmörku.

Þegar þrællinn Hans Jónatan var 17 ára skráði hans sig af fúsum og frjálsum vilja í orrustuna við breska flotann árið 1801. Eftir það var hann dæmdur af dönskum dómstól til þess að vera þræll og snúa aftur í þjónustu húsbænda sinna í Amaliegade. Nokkrum árum seinna flúði hann í frelsið til Íslands, þar sem hann settist að á Djúpavogi. Hann varð upphafsmaðurinn að virtri og stórri ætt, þar sem nú er að finna atvinnumann í knattspyrnu, sendiherra, tónlistarmann í sinfóníuhljómsveit landsins og marga fleiri. Einn af afkomendum hans ferðast til Kaupmannahafnar í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá orrustunni við breska flotann.

Í þættinum er haft er uppi á afkomendum Hans Jónatans á Íslandi og endað á ættarmóti á Djúpavogi. Þá verða sýnd viðtöl við afkomendur hans á Íslandi og myndskeið frá heimaslóðum hans.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.