Í ÁTTUNDA sæti 49. riðils fjórðu seríu dönsku deildarkeppninnar er Sparkfjelagið Hekla. Allir leikmenn þess eru íslenskir og það er hörð barátta um hvert sæti í liðinu því félagið, sem er með aðsetur sitt í Árósum í Danmörku, telur um 30 manns.
Í ÁTTUNDA sæti 49. riðils fjórðu seríu dönsku deildarkeppninnar er Sparkfjelagið Hekla. Allir leikmenn þess eru íslenskir og það er hörð barátta um hvert sæti í liðinu því félagið, sem er með aðsetur sitt í Árósum í Danmörku, telur um 30 manns. "Við erum með nóg af varamönnum," segir fyrirliðinn Sigurður "smiður" Davíðsson sem verið hefur í liðinu frá árinu 1996.

"Kaupmannahöfn er líka með íslenskt lið í deildarkeppninni en fyrir utan okkur hér í Árósum hafa Íslendingar í öðrum bæjarfélögum ekki gert það sama þó þeir haldi úti liði. Við ákváðum að vera í þessu á fullu og þess vegna fórum við út í að spila í deildinni. Mig minnir að það séu 22 leikir á tímabilinu auk æfingaleikja þannig að þetta er hellingur af leikjum."

Þannig fer drjúgur tími um helgar í keppni en þar fyrir utan eru tvær æfingar í viku. Rætt er við Sigurð um gæfu og gengi Sparkfjelagsins Heklu í Tímariti Morgunblaðsins í dag.