Mike Tyson var lengi ósigrandi í hringnum og rotaði andstæðingana á augabragði. Nú var hann sleginn kaldur.
Mike Tyson var lengi ósigrandi í hringnum og rotaði andstæðingana á augabragði. Nú var hann sleginn kaldur. — Reuters
Ég hef aldrei verið í vafa um hæfi mitt í þessu máli. Halldór Ásgrímsson á fréttamannafundi um minnisblað Ríkisendurskoðunar þar sem staðhæft var að Halldór hefði ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.
Ég hef aldrei verið í vafa um hæfi mitt í þessu máli.

Halldór Ásgrímsson á fréttamannafundi um minnisblað Ríkisendurskoðunar þar sem staðhæft var að Halldór hefði ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

Varðandi Ríkisendurskoðun, þá starfar hún undir handarjaðri þingsins og á að hafa skjól af þinginu í aðhaldseftirliti sínu gagnvart framkvæmdavaldinu og þar með sjálfsagt ráðherrum landsins. Að hún skuli láta þá, og þann ráðherra sem rannsóknin beinist gegn, kynna skýrsluna er svo ævintýralegt að menn skortir lýsingarorð.

Ögmundur Jónasson í tilefni af sama fréttamannafundi.

Þegar ég hugsa um þá sem hafa fallið, næstum 1.700 manns, auk þeirra 12.000 sem hafa særst, þá finn ég til.

Walter Jones, þingmaður Repúblikanaflokksins, sem var á sínum tíma í forsvari fyrir því að franskar kartöflur yrðu kallaðar frelsiskartöflur í mötuneytum opinberra bygginga í Washington. Hann hefur nú snúist gegn stríðinu í Írak.

Réttlætið sigraði. Maðurinn er saklaus. Hann var það raunar alltaf.

Verjandi Michael Jacksons eftir að hann var sýknaður af öllum ákæruatriðum í einu umtalaðasta dómsmáli síðari ára í Bandaríkjunum.

Það er annað að vera tekinn með eiturlyf en að vera sakaður um að níðast á börnum. Stór hluti þjóðarinnar mun alltaf álíta hann sekan.

Gary Bongiovani, ritstjóri tónlistartímaritsins Pollstar, af sama tilefni.

Náttúruvaktin vonar að málningin hafi verið umhverfisvæn og bendir á að hafi spjöll verið unnin eru þau fullkomlega afturkræf sem er annað en segja má um fyrirhugaða aðför álrisanna að Jökulsám Skagafjarðar, Skjálfandafljóts, Langasjó, Þjórsárverum og hálendingu norðan Vatnajökuls.

Náttúruvaktin í fréttatilkynningu eftir mótmæli við alþjóðlega álráðstefnu í Reykjavík þar sem hluti mótmælenda, sem Náttúruvaktin sagði ekki vera á sínum vegum, sletti grænum vökva yfir ráðstefnugesti.

Öryggislögreglan njósnar um alla stjórnmálaflokka í landinu.

Talaat Sadat, systkinabarn Anwars Sadats, fyrrverandi forseta Egyptalands, tilkynnti á fimmtudag að hann hygðist bjóða sig fram til forseta.

Það verður hver og einn að eiga þetta við sína samvisku og standa skil á því gagnvart sínum yfirmönnum eða stofnunum.

Haraldur Sverrisson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður ferðakostnaðarnefndar, segir að engar reglur séu til hérlendis um fyrirkomulag á ferðalögum ráðherra, embættismanna og alþingismanna. Spurt var vegna umræðna um að Dorrit Mousaieff forsetafrú þáði far með einkaþotu á vegum Baugs Group frá Feneyjum til Íslands.

Dæmi eru um að menn sem geta drukkið heilt glas af mjólk og skilað henni gegnum augntóftirnar nokkrum sekúndum síðar.

Jakob Frímann Magnússon segir að heimamenn á hverjum stað verði hvattir til að stíga fram með atriði í tónleikaferð Stuðmanna hringinn í kringum landið í tilefni af því að nú eru 30 ár liðin frá því að fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, kom út.

Sem landfræðilegt heimili fjölmiðlanna er Fleet Street nú skyndileag mannlaust þorp en minningar leynast í hverju skúmaskoti.

David Meara kanúki í athöfn, sem haldin var í St. Bride kirkjunni í tiefni af því að þegar Reuters-fréttastofan flutti þaðan á miðvikudag hvarf síðasti stóri fjölmiðillinn brott úr Fleet Street í London, sem í mörg hundruð ár var hjarta breskrar blaðamennsku.

Ef þetta yrði leyft stefnir allt í stórkostlegt umhverfisslys.

Kristján Bersi Ólafsson, varaformaður umhverfisnefndar Hafnarfjarðar, óttast afleiðingarnar fái Clint Eastwood að taka stríðsmynd í Krýsuvík.

Ég er ekki dýr lengur. Nú á ég nýja vini og hef sagt skilið við fortíðina.

Mike Tyson eftir að hafa beðið ósigur í bardaga sem margir bjuggust við að hann ynni, og ákveðið að hætta hnefaleikum.