Liezel Renegado Christensen, sigurvegari Cantare 2005.
Liezel Renegado Christensen, sigurvegari Cantare 2005.
SÖNGVAKEPPNIN Cantare var haldin í fyrsta skipti í Hafnarfjarðarleikhúsinu um síðustu helgi en keppnin var samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Alþjóðahússins. Að sögn skipuleggjenda heppnaðist keppnin vel og var húsfyllir.
SÖNGVAKEPPNIN Cantare var haldin í fyrsta skipti í Hafnarfjarðarleikhúsinu um síðustu helgi en keppnin var samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Alþjóðahússins. Að sögn skipuleggjenda heppnaðist keppnin vel og var húsfyllir.

Markmiðið með keppninni er að skapa tónlistarviðburð þar sem tungumál eru í fyrirrúmi. Þátttakendur voru níu. Flutningur þeirra og lög voru mjög fjölbreytt; popp, rokk, og þjóðlög. Sumir sungu og spiluðu undir, aðrir sungu við upptöku af undirleik og enn aðrir sungu án undirleiks.

Veitt voru fimm verðlaun, fyrir 1.-3. sætið og tvö aukaverðlaun. Liezel Renegado Christensen varð í fyrsta sæti, hún söng á íslensku lagið "Lítill drengur". Hún fékk einnig verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna. Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir varð í öðru sæti með lagið "Contigo en la distancia" sungið á spænsku, og Ólöf Halla Bjarnadóttir varð í þriðja sæti með lagið "Jardins proibidos", sem hún söng á portúgölsku. Þá fékk Pauline McCarthy verðlaun fyrir besta búninginn, við lagið "Than shim ga" sem hún söng á kóresku.