Hvítur á leik
Hvítur á leik
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Ra6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 De8 10. h3 Rf6 11. dxe5 dxe5 12. Be3 b6 13. Dc2 Rb4 14. Db1 c5 15. Rd5 Rbxd5 16. cxd5 Rh5 17. a4 Bd7 18. Dc2 f5 19. Hfe1 Rf6 20. exf5 gxf5 21. Bc4 Kh8 22.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Ra6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 De8 10. h3 Rf6 11. dxe5 dxe5 12. Be3 b6 13. Dc2 Rb4 14. Db1 c5 15. Rd5 Rbxd5 16. cxd5 Rh5 17. a4 Bd7 18. Dc2 f5 19. Hfe1 Rf6 20. exf5 gxf5 21. Bc4 Kh8 22. Rg5 Hg8 23. f4 e4 24. d6 h6 25. Rf7+ Kh7 26. Re5 Be6 27. a5 Rd5 28. axb6 Bxe5 29. fxe5 axb6 30. Hxa8 Dxa8 31. Db3 f4 32. Bf2 e3 33. Dc2+ Kh8 34. Bh4 f3

Staðan kom upp á búlgarska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Vladimir Petkov (2.463) hafði hvítt gegn aðstoðarmanni Veselins Topalovs, Ivan Cheparinov (2.621). 35. Bxd5! Hér þurfti hvítur að sjá fyrir að hótunin Bh4-f6+ væri sterkari en ógnvekjandi frípeð svarts. 35. ...f2+ 36. Kh2! Í þessu felst snilldin þar eð 36. ...fxe1=D væri nú svarað með 37. Bf6+ Hg7 38. Dg6! og svartur getur ekki varist máti þó að hann hafi tvær drottningar á borðinu. 36. ...Df8 37. Bxe6 Df4+ 38. Kh1 fxe1=D+ 39. Bxe1 Hf8 39. ...Df1+ hefði verið svarað með 40. Kh2 Dxe1 41. Bxg8 og hvítur vinnur. 40. Bc4 b5 41. Bxb5 og svartur gafst upp. Þetta var eina tapskák hins 18 ára Cheparinovs á mótinu en hann varð hlutskarpastur á því.

Þessi mótasigur hans er ekki sá fyrsti á árinu og er því útlit fyrir að Búlgarar eignist einn ofurstórmeistarann til viðbótar.