Teheran. AP, AFP. | Ljóst er að halda verður aðra umferð í forsetakosningunum í Íran þar sem enginn frambjóðandi fékk meirihluta í kosningunum á föstudag. Kjörsókn var betri en margir höfðu spáð eða um 68%.
Teheran. AP, AFP. | Ljóst er að halda verður aðra umferð í forsetakosningunum í Íran þar sem enginn frambjóðandi fékk meirihluta í kosningunum á föstudag. Kjörsókn var betri en margir höfðu spáð eða um 68%. Sumir andstæðingar klerkanna höfðu hvatt til þess að fólk sæti heima til að mótmæla ólýðræðislegri framkvæmd kosninganna.

Ajatollah Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti, varð efstur á föstudag með rúmlega 21% fylgi þegar talin höfðu verið 90% greiddra atkvæða. Hann var lengi talinn harðlínuklerkur en hefur í kosningabaráttunni heitið því að leggja áherslu á efnahagsumbætur og bætt samskipti við umheiminn. Mjög kom á óvart að harðlínumaðurinn Mahmood Ahmadinejad, borgarstjóri í Teheran, var á hælunum á Rafsanjani með rétt tæp 19,5% en því hafði verið spáð að Rafsanjani yrði með langmest fylgi. Þriðji var Mehdi Karoubi, klerkur sem talinn er umbótasinnaður en hann var með um 17,5% stuðning.