Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson. — Morgunblaðið/ÞÖK
RÍKIS-ENDUR-SKOÐUN sendi frá sér minnis-blað á mánu-daginn og segist ekki telja Halldór Ásgrímsson for-sætis-ráð-herra hafa verið van-hæfan til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðar-bankanum til S-hópsins árið 2002.
RÍKIS-ENDUR-SKOÐUN sendi frá sér minnis-blað á mánu-daginn og segist ekki telja Halldór Ásgrímsson for-sætis-ráð-herra hafa verið van-hæfan til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðar-bankanum til S-hópsins árið 2002.

Hlutur Halldórs og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi hf. hafi verið svo lítill, að hann hafi átt mjög lítilla hags-muna að gæta í þessari stóru sölu. Auk þess var Halldór í veikinda-leyfi á þeim tíma sem mikil-vægasti hluti sölunnar fór fram.

Halldór segist alltaf hafa verið viss um hæfi sitt í málinu, en honum hafi sárnað um-fjöllun um málið.

Ekki eru allir sam-mála þessu, og mörgum þykir afgreiðsla málsins furðu-leg.