20. október 2005 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

* VIGNIR Svavarsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði þrjú mörk...

* VIGNIR Svavarsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði þrjú mörk fyrir Skjern þegar liðið endurheimti efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með sigri á meistaraliði KIF Kolding , 28:33, á útivelli í gærkvöld.
*VIGNIR Svavarsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði þrjú mörk fyrir Skjern þegar liðið endurheimti efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með sigri á meistaraliði KIF Kolding, 28:33, á útivelli í gærkvöld. Vilhjálmur Halldórsson og Jón Jóhannsson skoruðu ekki fyrir Skjern að þessu sinni. Skjern hefur 12 stig að loknum 7 leikjum en Kolding er stigi á eftir.

*KRISTJÁN Andrésson leikur ekki með sænska úrvalsdeildarliðinu GUIF næstu vikurnar. Hann fékk slæmt högg á annað hnéð í kappleik á dögunum eftir því sem greint er frá á heimasíðu félagsins þá getur það tekið Kristján nokkurn tíma að ná sér á strik. Hann sleit krossband í sama hné í fyrra og missti þá af drjúgum hluta keppnistímabilsins. GUIF vann H43, 40:32, í gær og er í efsta sæti úrvalsdeildarinnar.

*ÓLAFUR Stefánsson skoraði fjögur mörk fyurir Ciudad Real þegar liðið vann Keymare Almenia, 27:28, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Sigurinn stóð tæpt hjá Ciudad en hann var tryggður marki Sergei Rudenka skömmu fyrir leikslok. Ciudad er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki.

*MARTIN Schwalb tekur að öllum líkindum við þjálfum þýska 1. deildarliðsins HSV Hamburg á næstu dögum, en félagið sagði þjálfara sínum Christian Fitzek upp á mánudag. Schwalb hefur þjálfað handknattleikslið Wetzlar, sem Róbert Sighvatsson leikur með, síðan í sumar. Eftir sigur í fyrstu þýsku 1. deildarinnar í haust hefur liðið tapað síðustu sjö leikjum sínum. Rainer Dotzauer, framkvæmdastjóri Wetzlar, segir að félagið ætli ekki að leggja stein í götu Schwalb vilji hann gerast þjálfari HSV Hamburg. Heyrst hefur að Wetzlar krefji HSV Hamburg um 225.000 evrur, um 17 millj. kr. fyrir að leysa Schwalb undan samningi.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.