EINS og undanfarin ár munu starfsmenn kirkjugarðanna aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna.

EINS og undanfarin ár munu starfsmenn kirkjugarðanna aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna.

Á Þorláksmessu og aðfangadag munu starfsmenn vera til staðar í Fossvogsgarði, Gufunesgarði og Hólavallagarði (gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu) og munu þeir í samráði við aðalskrifstofu í Fossvogi og skrifstofu í Gufunesi leiðbeina fólki eftir bestu getu.

Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opnar báða dagana, Þorláksmessu og aðfangadag, kl. 9-15. Þeir sem ætla að koma í kirkjugarðana um jólin og eru ekki vissir um að rata er bent á að leita sér upplýsinga í aðalskrifstofu Kirkjugarðanna í Fossvogi í síma 5852700 eða skrifstofu Kirkjugarðanna í Gufunesi í síma 5852770.

Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is

Einnig getur fólk komið á skrifstofuna alla virka daga kl. 8.30-16 og fengið upplýsingar og ratkort. Lögð er áhersla á að fólk nýti sér þessa þjónustu með góðum fyrirvara, því það auðveldar mjög alla afgreiðslu. Fólk er beðið að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana.

Hjálparstarf kirkjunnar verður með kertasölu í kirkjugörðunum á Þorláksmessu og aðfangadag, segir í fréttatilkynningu.

Heimasíða kirkjugarðanna er: www.kirkjugardar.is